Hvorki evra né fastgengi Kristinn H. Gunnarsson þingmaður skrifar 17. júlí 2008 12:16 Undanfarin ár hefur gengi íslensku krónunnar ráðist á markaði. Þá er gengið í samræmi við aðstæður í íslenska hagkerfinu á hverjum tíma. Þegar mikill halli er á viðskiptum við útlönd um langan tíma endar með því að gengið fellur og innlendir aðilar verða að draga saman seglin. Þetta er kostur við að hafa gengið á floti. Segjum sem svo að við hefðum haft evru undanfarin ár. Þá hefði viðskiptahallinn ekki haft nein áhrif á gengi evrunnar þar sem efnahagur Íslendinga er svo lítill í samanburði við evrusvæðið. Hægt hefði verið að halda áfram að fljóta að feigðarósi mun lengur en ella í skjóli styrks evrunnar og lágir vextir á þenslutímum hefðu ekki bætt úr. Annar möguleiki væri að hverfa frá markaðsgengi krónunnar og taka upp fastgengi. Þá er gengi krónunnar ákveðin föst stærð gagnvart öðrum gjaldmiðli, t.d. evru eða körfu gjaldmiðla. Fastgengið getur verið einhliða eða í samkomulagi við annað myntsvæði. Einhliða fastgengi er algerlega á ábyrgð og kostnað okkar sjálfra og hefur verið reynt með slæmum árangri. Fastgengisstefnan varð ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli fyrir 20 árum. Í fastgengisstefna hafa stjórnvöld tilhneigingu til þess að skrá gengið of hátt til þess að halda aftur af verðbólgu innanlands. Stöðugleiki verður um tíma meðan fastgengið heldur en síðan verður fjármálakreppa. Vandséð hver er ávinningur af einhliða fastgengi umfram markaðsgengi ,þar sem styrkurinn á bak við gengið er sá sami í báðum tilvikum. Tvíhliða fastgengi hefur þann kost að um er að ræða samstarf tveggja eða fleiri seðlabanka sem sameiginlega verja gengi gjaldmiðilanna sem eru þá tengdir saman á ákveðnu gengi. Styrkurinn verur miklu meiri og ef litið er til evrunnar þá má giska á að Seðlabanki Evrópu sé um 1000 sinnum stærri en Seðlabanki íslands og honum myndi ekki muna um það að verja gengið. Spurningin er þá hvort Evrópusambandið hefði áhuga á gjaldmiðilssamstarfi og svo hvort það væri okkur hagstætt. Það liggur nokkur ljóst fyrir að Evrópusambandið ljær ekki máls á slíku samstarfi og raunar ekki þó það væri á útfært þann veg að við myndum taka upp evruna. Þannig að til lítils er að setja fram þá hugmynd. Auðvitað væri hægt að skoða tvíhliða samstarf við aðra en Evrópusambandið , en það er sömu annmörkum háð. Almennt vilja þjóðir ekki að aðrir taki upp þeirra gjaldmiðil. Helst kæmi til álita að ræða við Norðurlandaþjóðirnar, Dani, Norðmenn og Svía. En þar eru Danir eiginlega strax úr leik þar sem þeir eru í tvíhliða gengissamstarfi við Evrópusambandið og Svíar eru í ESB . Þannig að eftir standa þá Norðmenn og það hefur svo sem verið nefnt í umræðunni að kanna vilja þeirra til gjaldmiðilssamstarfs. Það má vel vera að rétt sé að athuga þennan möguleika frekar, þótt mér finnist ráðlegast að halda áfram að hafa íslensku krónuna og glíma við það verkefni að stjórna efnahagsmálum okkar sjálfir. Það endar svo sem alltaf á því, jafnvel þótt tekin sé upp erlend mynt, að gæfa og gengi íslensku þjóðarinnar er í okkar höndum . Evran afstýrir ekki ógæfu ef okkur eru mislagðar hendur hvort sem er. Ef menn trúa því að Íslendingar ráði ekki við verkefnið, þá eru þeir sömu þeirrar skoðunar, að við ráðum ekki við sjálfstæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur gengi íslensku krónunnar ráðist á markaði. Þá er gengið í samræmi við aðstæður í íslenska hagkerfinu á hverjum tíma. Þegar mikill halli er á viðskiptum við útlönd um langan tíma endar með því að gengið fellur og innlendir aðilar verða að draga saman seglin. Þetta er kostur við að hafa gengið á floti. Segjum sem svo að við hefðum haft evru undanfarin ár. Þá hefði viðskiptahallinn ekki haft nein áhrif á gengi evrunnar þar sem efnahagur Íslendinga er svo lítill í samanburði við evrusvæðið. Hægt hefði verið að halda áfram að fljóta að feigðarósi mun lengur en ella í skjóli styrks evrunnar og lágir vextir á þenslutímum hefðu ekki bætt úr. Annar möguleiki væri að hverfa frá markaðsgengi krónunnar og taka upp fastgengi. Þá er gengi krónunnar ákveðin föst stærð gagnvart öðrum gjaldmiðli, t.d. evru eða körfu gjaldmiðla. Fastgengið getur verið einhliða eða í samkomulagi við annað myntsvæði. Einhliða fastgengi er algerlega á ábyrgð og kostnað okkar sjálfra og hefur verið reynt með slæmum árangri. Fastgengisstefnan varð ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli fyrir 20 árum. Í fastgengisstefna hafa stjórnvöld tilhneigingu til þess að skrá gengið of hátt til þess að halda aftur af verðbólgu innanlands. Stöðugleiki verður um tíma meðan fastgengið heldur en síðan verður fjármálakreppa. Vandséð hver er ávinningur af einhliða fastgengi umfram markaðsgengi ,þar sem styrkurinn á bak við gengið er sá sami í báðum tilvikum. Tvíhliða fastgengi hefur þann kost að um er að ræða samstarf tveggja eða fleiri seðlabanka sem sameiginlega verja gengi gjaldmiðilanna sem eru þá tengdir saman á ákveðnu gengi. Styrkurinn verur miklu meiri og ef litið er til evrunnar þá má giska á að Seðlabanki Evrópu sé um 1000 sinnum stærri en Seðlabanki íslands og honum myndi ekki muna um það að verja gengið. Spurningin er þá hvort Evrópusambandið hefði áhuga á gjaldmiðilssamstarfi og svo hvort það væri okkur hagstætt. Það liggur nokkur ljóst fyrir að Evrópusambandið ljær ekki máls á slíku samstarfi og raunar ekki þó það væri á útfært þann veg að við myndum taka upp evruna. Þannig að til lítils er að setja fram þá hugmynd. Auðvitað væri hægt að skoða tvíhliða samstarf við aðra en Evrópusambandið , en það er sömu annmörkum háð. Almennt vilja þjóðir ekki að aðrir taki upp þeirra gjaldmiðil. Helst kæmi til álita að ræða við Norðurlandaþjóðirnar, Dani, Norðmenn og Svía. En þar eru Danir eiginlega strax úr leik þar sem þeir eru í tvíhliða gengissamstarfi við Evrópusambandið og Svíar eru í ESB . Þannig að eftir standa þá Norðmenn og það hefur svo sem verið nefnt í umræðunni að kanna vilja þeirra til gjaldmiðilssamstarfs. Það má vel vera að rétt sé að athuga þennan möguleika frekar, þótt mér finnist ráðlegast að halda áfram að hafa íslensku krónuna og glíma við það verkefni að stjórna efnahagsmálum okkar sjálfir. Það endar svo sem alltaf á því, jafnvel þótt tekin sé upp erlend mynt, að gæfa og gengi íslensku þjóðarinnar er í okkar höndum . Evran afstýrir ekki ógæfu ef okkur eru mislagðar hendur hvort sem er. Ef menn trúa því að Íslendingar ráði ekki við verkefnið, þá eru þeir sömu þeirrar skoðunar, að við ráðum ekki við sjálfstæðið.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar