Boston tók forystu gegn Detroit 21. maí 2008 07:00 Kevin Garnett og félagar hafa tekið forystu í einvíginu gegn Detroit NordcPhotos/GettyImages Fyrsti leikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA fór fram í nótt. Boston vann nokkuð öruggan sigur á Detroit á heimavelli sínum 88-79. Boston var aðeins tveimur dögum áður búið að slá Cleveland út í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildarinnar og því fengu Boston-menn ekki mikla hvíld fyrir leikinn í nótt. Það virtist ekki koma að sök því liðið náði fljótlega góðri forystu og hélt henni allt til leiksloka. Það var ekki síst fyrir sterkan varnarleik heimamanna sem sigurinn vannst, en varnarleikur Boston hefur verið magnaður í heimaleikjunum. Þetta var níundi sigur Boston í röð á heimavelli í úrslitakeppninni, en liðið hefur enn ekki unnið útileik. Leikmenn Detroit voru ef til vill dálítið ryðgaðir eftir að hafa ekki spilað í heila viku. Detroit sló Orlando út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Það var Paul Pierce sem dró vagninn fyrir Boston í oddaleiknum gegn Cleveland á sunnudagskvöldið, en í nótt var það Kevin Garnett sem setti tóninn í sóknarleiknum. Garnett var besti maður vallarins, skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Paul Pierce skoraði 22 stig og Rajon Rondo skoraði 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 15 og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Rasheed Wallace var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 11 stig og hitti úr 3 af 12 skotum sínum. Sömu sögu var að segja um leikstjórnandann Chauncey Billups, en hann skoraði aðeins 9 stig. Billups hafði ekki spilað í 10 daga eftir að hafa meiðst í einvíginu við Orlando. Tölfræði leiksins Annar leikur liðanna er í Boston annað kvöld. Meistararnir í vandræðum Fyrsti leikur LA Lakers og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildar fer fram í kvöld, en þar er hætt við því að meistarar San Antonio mæti nokkuð lúnir til leiks. San Antonio tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á New Orleans í oddaleik í fyrrakvöld, en leikmenn liðsins lentu í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þurfa að sofa um borð í flugvélinni nóttina eftir sigurinn í New Orleans. Vélin mátti ekki fara á loft vegna bilunar og því komust meistararnir ekki til Los Angeles fyrr en níu að staðartíma morguninn eftir New Orleans-leikinn. Annar leikur LA Lakers og San Antonio verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Fyrsti leikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA fór fram í nótt. Boston vann nokkuð öruggan sigur á Detroit á heimavelli sínum 88-79. Boston var aðeins tveimur dögum áður búið að slá Cleveland út í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildarinnar og því fengu Boston-menn ekki mikla hvíld fyrir leikinn í nótt. Það virtist ekki koma að sök því liðið náði fljótlega góðri forystu og hélt henni allt til leiksloka. Það var ekki síst fyrir sterkan varnarleik heimamanna sem sigurinn vannst, en varnarleikur Boston hefur verið magnaður í heimaleikjunum. Þetta var níundi sigur Boston í röð á heimavelli í úrslitakeppninni, en liðið hefur enn ekki unnið útileik. Leikmenn Detroit voru ef til vill dálítið ryðgaðir eftir að hafa ekki spilað í heila viku. Detroit sló Orlando út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Það var Paul Pierce sem dró vagninn fyrir Boston í oddaleiknum gegn Cleveland á sunnudagskvöldið, en í nótt var það Kevin Garnett sem setti tóninn í sóknarleiknum. Garnett var besti maður vallarins, skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Paul Pierce skoraði 22 stig og Rajon Rondo skoraði 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 15 og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Rasheed Wallace var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 11 stig og hitti úr 3 af 12 skotum sínum. Sömu sögu var að segja um leikstjórnandann Chauncey Billups, en hann skoraði aðeins 9 stig. Billups hafði ekki spilað í 10 daga eftir að hafa meiðst í einvíginu við Orlando. Tölfræði leiksins Annar leikur liðanna er í Boston annað kvöld. Meistararnir í vandræðum Fyrsti leikur LA Lakers og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildar fer fram í kvöld, en þar er hætt við því að meistarar San Antonio mæti nokkuð lúnir til leiks. San Antonio tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á New Orleans í oddaleik í fyrrakvöld, en leikmenn liðsins lentu í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þurfa að sofa um borð í flugvélinni nóttina eftir sigurinn í New Orleans. Vélin mátti ekki fara á loft vegna bilunar og því komust meistararnir ekki til Los Angeles fyrr en níu að staðartíma morguninn eftir New Orleans-leikinn. Annar leikur LA Lakers og San Antonio verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira