Cynic Guru spilar í Bretlandi 2. október 2008 04:00 Roland Hartwell er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hann syngur, semur og spilar á gítar í Cynic Guru. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Ólafur Hólm trommari, Einar Jóhannsson gítarleikari og Richard Korn bassaleikari. „Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northerner Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferðalag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitarinnar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Roland, en Barði Jóhannsson leikstýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálfstæða tónlistarmenn og útgefendur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljómsveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja lokahönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Roland að lokum. - ag Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tónleikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northerner Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferðalag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitarinnar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Roland, en Barði Jóhannsson leikstýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálfstæða tónlistarmenn og útgefendur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljómsveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja lokahönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Roland að lokum. - ag
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira