Fá Færeyinga til að dansa 18. júlí 2008 06:00 Heimir og Raffaelle skipa saman plötusnúðatvíeykið Karíus & Baktus. Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festival verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir. Með þessu móti búast skipuleggjendur hátíðarinnar við því að geta boðið gestum upp á enn stærri og betri hátíð að ári liðnu. Íslenska plötusnúðatvíkeykið Karíus & Baktus eru á meðal þeirra sem munu spila á hátíðinni um helgina, en tvíeykið skipa þeir Heimir Héðinsson og Raffaele Manna og eru þeir einu Íslendingarnir sem spila á hátíðinni í ár. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem þeir félagar spila saman á erlendri grundu. „Ég hef spilað bæði í Gvatemala og í Boston í Bandaríkjunum og Raffi bjó lengi á Ítalíu þannig að hann hefur mikið spilað á skemmtistöðum þar,“ segir Heimir, annar helmingur tvíeykisins. Heimir og Raffaele hafa spilað saman frá árinu 2005 og hófu ferilinn á Kaffi Cultura. „Við byrjuðum þar en fórum svo fljótlega að spila á öðrum stöðum eins og Sirkús og Barnum. Þessa dagana spilum við helst á Qbar þar sem bæði Sirkús og Barinn eru horfnir.“ Að öllu jöfnu spila Heimir og Raffaele svokallaða drak electro-tónlist en segjast hafa fært sig yfir í ögn glaðværari tóna þegar sól tók að hækka. „Í sumar höfum við mikið verið að spila tónlist sem kallast latino minimal sem er ekki jafn hörð,“ segir Heimir. Þeir félagar hafa einnig verið iðnir við að skipuleggja þemakvöld á skemmtistaðnum Qbar. „Markmiðið með þeim kvöldum er bara það að halda góð partý. Við leggjum mikinn metnað í þetta og höfum til dæmis oft þurft að gjörbreyta staðnum til þess eins að ná fram réttri stemningu. Við höfum meðal annars haldið strandpartý og galakvöld á Qbar og þann 26.07. verðum við með Studio 54-partý.“ Aðspurður segir Heimir mikinn tíma fara í tónlistina, „Það fer mikill tími í að grúska og fylgjast með því sem er að gerast innan danstónlistar. oft eru þetta nokkrir klukkutímar á dag sem fara í það eitt að finna ný lög fyrir komandi helgi,“ segir Heimir, en til gamans má geta að hann er yngri bróðir Baldurs Héðinssonar sem fyrr í vetur var valinn besti plötusnúðurinn í Boston annað árið í röð. Í haust er svo stefnan tekin á London þar sem þeir félagar hyggjast skemmta Londonbúum, „Þetta er allt í bígerð en ætti að skýrast á næstu vikum. Við höfum líka verið að semja sjálfir í nokkur ár en verið latir við að reyna að gefa það út þannig við stefnum á að fara að vinna í því líka í haust,“ segir Heimir að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festival verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir. Með þessu móti búast skipuleggjendur hátíðarinnar við því að geta boðið gestum upp á enn stærri og betri hátíð að ári liðnu. Íslenska plötusnúðatvíkeykið Karíus & Baktus eru á meðal þeirra sem munu spila á hátíðinni um helgina, en tvíeykið skipa þeir Heimir Héðinsson og Raffaele Manna og eru þeir einu Íslendingarnir sem spila á hátíðinni í ár. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem þeir félagar spila saman á erlendri grundu. „Ég hef spilað bæði í Gvatemala og í Boston í Bandaríkjunum og Raffi bjó lengi á Ítalíu þannig að hann hefur mikið spilað á skemmtistöðum þar,“ segir Heimir, annar helmingur tvíeykisins. Heimir og Raffaele hafa spilað saman frá árinu 2005 og hófu ferilinn á Kaffi Cultura. „Við byrjuðum þar en fórum svo fljótlega að spila á öðrum stöðum eins og Sirkús og Barnum. Þessa dagana spilum við helst á Qbar þar sem bæði Sirkús og Barinn eru horfnir.“ Að öllu jöfnu spila Heimir og Raffaele svokallaða drak electro-tónlist en segjast hafa fært sig yfir í ögn glaðværari tóna þegar sól tók að hækka. „Í sumar höfum við mikið verið að spila tónlist sem kallast latino minimal sem er ekki jafn hörð,“ segir Heimir. Þeir félagar hafa einnig verið iðnir við að skipuleggja þemakvöld á skemmtistaðnum Qbar. „Markmiðið með þeim kvöldum er bara það að halda góð partý. Við leggjum mikinn metnað í þetta og höfum til dæmis oft þurft að gjörbreyta staðnum til þess eins að ná fram réttri stemningu. Við höfum meðal annars haldið strandpartý og galakvöld á Qbar og þann 26.07. verðum við með Studio 54-partý.“ Aðspurður segir Heimir mikinn tíma fara í tónlistina, „Það fer mikill tími í að grúska og fylgjast með því sem er að gerast innan danstónlistar. oft eru þetta nokkrir klukkutímar á dag sem fara í það eitt að finna ný lög fyrir komandi helgi,“ segir Heimir, en til gamans má geta að hann er yngri bróðir Baldurs Héðinssonar sem fyrr í vetur var valinn besti plötusnúðurinn í Boston annað árið í röð. Í haust er svo stefnan tekin á London þar sem þeir félagar hyggjast skemmta Londonbúum, „Þetta er allt í bígerð en ætti að skýrast á næstu vikum. Við höfum líka verið að semja sjálfir í nokkur ár en verið latir við að reyna að gefa það út þannig við stefnum á að fara að vinna í því líka í haust,“ segir Heimir að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira