Lakers burstaði meistarana 24. maí 2008 05:08 Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira