Gæsahúð og heiðursorður 13. desember 2008 06:00 Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út plötu með þekktum lögum Naglbítanna í nýjum útsetningum. mynd/ari magg Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana," segir Vilhelm Anton Jónsson um gerð plötunnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement", hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins." Vinna við plötuna og heimildarmynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbítana að þróa sína tónlist áfram," segir Villi sem annaðist framleiðsluna sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér." Uppselt var á tvenna útgáfutónleika Naglbítanna og lúðrasveitarinnar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemning. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum," segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðraðir af lúðrasveitinni með silfurmedalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálfklökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig." Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur." Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönnum, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna." Villi er maður með stórar hugmyndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta." freyr@frettabladid.is Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana," segir Vilhelm Anton Jónsson um gerð plötunnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement", hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins." Vinna við plötuna og heimildarmynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbítana að þróa sína tónlist áfram," segir Villi sem annaðist framleiðsluna sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér." Uppselt var á tvenna útgáfutónleika Naglbítanna og lúðrasveitarinnar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemning. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum," segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðraðir af lúðrasveitinni með silfurmedalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálfklökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig." Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur." Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönnum, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna." Villi er maður með stórar hugmyndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp