Gæsahúð og heiðursorður 13. desember 2008 06:00 Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út plötu með þekktum lögum Naglbítanna í nýjum útsetningum. mynd/ari magg Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana," segir Vilhelm Anton Jónsson um gerð plötunnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement", hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins." Vinna við plötuna og heimildarmynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbítana að þróa sína tónlist áfram," segir Villi sem annaðist framleiðsluna sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér." Uppselt var á tvenna útgáfutónleika Naglbítanna og lúðrasveitarinnar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemning. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum," segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðraðir af lúðrasveitinni með silfurmedalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálfklökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig." Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur." Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönnum, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna." Villi er maður með stórar hugmyndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta." freyr@frettabladid.is Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana," segir Vilhelm Anton Jónsson um gerð plötunnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement", hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins." Vinna við plötuna og heimildarmynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbítana að þróa sína tónlist áfram," segir Villi sem annaðist framleiðsluna sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér." Uppselt var á tvenna útgáfutónleika Naglbítanna og lúðrasveitarinnar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemning. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum," segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðraðir af lúðrasveitinni með silfurmedalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálfklökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig." Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur." Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönnum, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna." Villi er maður með stórar hugmyndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira