Carme Chacon sór í dag embættiseið sem varnarmálaráðherra Spánar. Hún er fyrsta konan sem gegnir því hlutverki.
Hún var ein af sautján nýjum ráðherrum sem sóru embættiseið í hinni nýju ríkisstjórn Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra.
Nýi varnarmálaráðherrann er 37 ára gömul. Hún er með doktorsgráðu í lögum frá háskólanum í Barcelóna og hefur meðal annars starfað sem prófessor í stjórnlagafræðum.
Hluta af menntun sinni sótti hún til Kanada þar sem hún las meðal annars við lagadeild háskóla bæði í Toronto og Montreal.
Carme Chacon er ógift.