Körfubolti

Góður sigur New York

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Richard Hamilton reynir hér að verjast Wilson Chandler, leikmanni New York.
Richard Hamilton reynir hér að verjast Wilson Chandler, leikmanni New York. Nordic Photos / Getty Images
New York vann sigur á Detroit í fyrsta leik kvöldsins í NBA-deildinni, 104-92.

New York byrjaði miklu mun betur í leiknum og Detroit var lengi að ranka við sér. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-12, New York í vil, og 65-43 eftir fyrri hálfleik.

Detroit rétti úr kútnum í síðari hálfleik en náði aldrei að ógna sigri New York að nokkru ráði.

Quentin Richardson skoraði 23 stig fyrir New York og Chris Duhon 22. David Lee átti einnig góðan leik en hann skoraði tíu stig og tók átján fráköst.

Tayshaun Prince skoraði 23 stig fyrir Detroit og tók níu fráköst. Allen Iverson og Arron Affalo skoruðu sautján hvor.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×