Árleg Meistarakeppni KKÍ verður haldin um næstu helgi og eins og undanfarin ár verður allur ágóði af leikjunum látinn renna til góðgerðarmála.
Þessi háttur hefur verið hafður á síðan 1995 en í ár nýtur BUGL, Barna og unlgingageðdeild Landspítalans, góðs af átakinu.
Leikirnir fara fram í Toyota-höllinni í Keflavík á sunnudaginn. Í kvennaflokki mætast Keflavík og Grindavík en Keflavík og Snæfell í karlaflokki.
Miðaverð fyrir sextán ára og eldri er 1000 krónur en 500 krónur fyrir 6-15 ára. Börn fimm ára og yngri fá frían aðgang.