NBA: Lakers bestir í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:11 Leikmenn Lakers fagna sigrinum og efsta sætinu í vestrinu í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira