Í nýjársávarpi sínu lagði Benedikt sextándi páfi áherslu á að vernda þyrfti hina hefðbundnu fjölskyldu til að tryggja frið í heiminum á komandi ári.
Páfi sagði að fjölskyldan byggði í hjónabandi karls og konu, væri vagga lífsins og ástarinnar, og ófrávikjanlegt skilyrði friðar. Allt sem væri til að grafa undan því ógnaði friði í heiminum.
Orð páfa eru túlkuð sem ádeila á kirkjur og ríkisstjórnir sem hafa víkkað möguleika samkynhneigðra til að velja sér samvistarform.