NBA í nótt: Golden State vann San Antonio í framlengingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2008 09:02 Baron Davis átti stórleik með Golden State í gær. Nordic Photos / Getty Images Baron Davis og Stephen Jackson áttu stjörnuleik er lið þeirra, Golden State, vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í nótt, 130-121. Davis var á góðri leið með að tryggja sínum mönnum sigur í fjórða leikhluta með hverri körfunni á fætur annarri en Tony Parker bjargaði sínum mönnum með þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni skoraði Stephen Jackson tólf stig og Davis lét sitt ekki eftir liggja, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði mikilvæga körfu. Golden State vann öruggan níu stiga sigur í framlengingunni. Davis var samtals með 34 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Auk þess átti hann hlut í 28 stigum á síðustu tíu mínútum leiksins með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Jackson var með 29 stig en stigahæstur hjá San Antonio var Tim Duncan með 32 stig og þrettán fráköst. Tony Parker kom næstur með 31 stig og átta stoðsendingar. Leikkonan Jessica Alba var meðal áhorfenda á leik Golden State og San Antonio í nótt. Unnusti hennar, Cash Warren, er góðvinur Baron Davis. Hér faðmar hún Tony Parker, leikmann San Antonio.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir í NBA-deildinni í nótt en í hinum vann Phoenix Suns 22 stiga sigur á Denver Nuggets, 137-115, í uppgjöri tveggja toppliða í Vesturdeildinni. Shawn Marion skoraði 27 stig í leiknum, tók fjórtán fráköst og varði sex skot og átti stærstan þátt í því að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu Denver. Alls skoruðu leikmenn Phoenix 20 þriggja stiga körfur í leiknum, Marion átti þar af fimm. Metið í NBA-deildinni er 21 þriggja stiga karfa hjá einu liði. Amare Stoudamire og Grant Hill voru með 20 stig hver en sá fyrrnefndi var einnig með tíu fráköst. Steve Nash var með þrettán stig og tíu stoðsendingar. Hjá Denver var Allen Iverson stigahæstur með 32 stig og Carmelo Anthony var með 20. NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Baron Davis og Stephen Jackson áttu stjörnuleik er lið þeirra, Golden State, vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í nótt, 130-121. Davis var á góðri leið með að tryggja sínum mönnum sigur í fjórða leikhluta með hverri körfunni á fætur annarri en Tony Parker bjargaði sínum mönnum með þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni skoraði Stephen Jackson tólf stig og Davis lét sitt ekki eftir liggja, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði mikilvæga körfu. Golden State vann öruggan níu stiga sigur í framlengingunni. Davis var samtals með 34 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Auk þess átti hann hlut í 28 stigum á síðustu tíu mínútum leiksins með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Jackson var með 29 stig en stigahæstur hjá San Antonio var Tim Duncan með 32 stig og þrettán fráköst. Tony Parker kom næstur með 31 stig og átta stoðsendingar. Leikkonan Jessica Alba var meðal áhorfenda á leik Golden State og San Antonio í nótt. Unnusti hennar, Cash Warren, er góðvinur Baron Davis. Hér faðmar hún Tony Parker, leikmann San Antonio.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir í NBA-deildinni í nótt en í hinum vann Phoenix Suns 22 stiga sigur á Denver Nuggets, 137-115, í uppgjöri tveggja toppliða í Vesturdeildinni. Shawn Marion skoraði 27 stig í leiknum, tók fjórtán fráköst og varði sex skot og átti stærstan þátt í því að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu Denver. Alls skoruðu leikmenn Phoenix 20 þriggja stiga körfur í leiknum, Marion átti þar af fimm. Metið í NBA-deildinni er 21 þriggja stiga karfa hjá einu liði. Amare Stoudamire og Grant Hill voru með 20 stig hver en sá fyrrnefndi var einnig með tíu fráköst. Steve Nash var með þrettán stig og tíu stoðsendingar. Hjá Denver var Allen Iverson stigahæstur með 32 stig og Carmelo Anthony var með 20.
NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira