NBA í nótt: Boston tapaði óvænt fyrir Charlotte Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2008 09:19 Paul Pierce reynir að verjast Jason Richardson. Nordic Photos / Getty Images Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113 NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Ein óvæntustu úrslitin á tímabilinu litu dagsins ljós í NBA-deildinni í nótt þegar að Boston tapaði fyrir Charlotte á heimavelli, 95-83. Sigurinn var öruggur en Boston náði aldrei að minnka muninn í meira en í sjö stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Úrslitin koma gríðarlega á óvart þar sem Boston hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur og Charlotte hafði aðeins unnið einn af ellefu leikjum gegn Austurstrandarliðum á útivelli. En Jason Richardson sá til þess að bæta þann árangur örlítið. Hann skoraði 34 stig og tók níu fráköst í leiknum og hitti úr fjórtán af 22 skotum utan af velli. „Jason Richardson var frábær, alveg stórkostlegur í kvöld," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, eftir leikinn. „Þetta kemur mér ekki á óvart því við erum með frábært lið," sagði Richardson sjálfur. „Það bara endurspeglast ekki í árangri okkar í vetur." Þetta var aðeins fjórði tapleikur Boston á öllu tímabilinu en liðið hefur unnið 29 leiki. Hefði Boston unnið í nótt hefði það unnið 30 leiki á einu tímabili á mettíma. Tímabilið 1959-60 vann Boston fyrstu 30 leikina af 34 og varð svo NBA-meistari það tímabilið. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og átta fráköst. Paul Pierce var með þrettán stig en hitti úr aðeins fjórum skotum af fjórtán utan af velli. „Við vinnum aldrei alla leikina á tímabilinu," sagði Pierce. „Við búumst við því að andstæðingar okkar sýni sitt besta gegn okkur og þetta var einn besti leikur Charlotte á tímabilinu." Ray Allen lék ekki með Boston í nótt þar sem hann var með klemmda taug í hálsinum. Dallas vann góðan sigur á Detroit, 102-86. Þetta var annað tap Detroit í nótt en Dallas er hins vegar á góðu skriði og hefur unnið fimm leiki í röð. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 23 stig og hann tók níu fráköst þar að auki. Devin Harris kom næstur með nítján stig. Hjá Detroit var Richard Hamilton stigahæstur með átján stig en Chauncey Billups var með sextán. LA Lakers er einnig í gríðarlega góðu formi þessa dagana og vann sinn fjórða leik í röð í nótt þegar liðið vann New Orleans, 109-80. Kobe Bryant skoraði nítján stig og var með sjö stoðsendingar og sjö fráköst í leiknum. Portland vann einnig góðan sigur á Golden State, 109-91. Úrslit annarra leikja: Toronto Raptors - Philadelphia 109-96Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 90-81New Jersey Nets - Seattle Supersonics 99-88 New York Knicks - Houston Rockets 92-101Milwaukee Bucks - Miami Heat 98-92Phoenix Suns - Indiana Pacers 129-122 (framlengt) LA Clippers - Orlando Magic 106-113
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira