Detroit niðurlægt í New York 14. janúar 2008 05:47 Renaldo Balkman og Nate Robinson hjá New York unnu langþráðan tíunda sigur sinn á leiktíðinni NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit var nálægt því að setja félagsmet þegar liðið steinlá fyrir slöku liði New York á útivelli 89-65. Þetta var þriðja lægsta stigaskor Detroit í sögu félagsins og segja má að liðið hafi aldrei séð til sólar í leiknum í nótt. Heimamenn í New York hafa ekki haft margar ástæður til að fagna í vetur og áhorfendur í Madison Square Garden voru margir hverjir með annað augað á risaskjánum yfir vellinum í nótt þar sem verið var að sýna frá leik New York Giants og Dallas Cowboys í NFL deildinni. "Ég þvoði þennan leik af mér í sturtunni og nú er ekkert annað fyrir okkur en að gleyma þessum leik sem fyrst og horfa fram á við," sagði Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit eftir leikinn. Billups var einn af fáum mönnum Detroit sem urðu sér ekki til skammar í leiknum og skoraði 14 stig. Antonio McDyess skoraði 15 stig og hirti 13 fráköst. Zach Randolph skoraði 25 stig fyrir New York og Jamaal Crawford skoraði 15 stig, þar af 9 í röð í þriðja leikhlutanum þegar heimamenn stungu af. Toronto vann 116-109 sigur á Portland í æsilegum og tvíframlengdum leik. Chris Bosh skoraði 38 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto en Brandon Roy var með 33 stig og 10 stoðsendingar hjá Portland. Atlanta burstaði Chicago 105-84 þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig og hirti 9 fráköst fyrir Atlanta en Luol Deng var með 28 stig hjá Chicago. New Orleans lagði Houston 87-82 á útivelli í uppgjöri tveggja af heitari liðum deildarinnar. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Houston en David West skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar - og var allt í öllu hjá gestunum á lokakaflanum. Lakers menn stumra hér áhyggjufullir yfir Andrew Bynum í nóttNordicPhotos/GettyImages Golden State lagði Indiana 106-101 eftir að hafa verið undir lengst af í leiknum á heimavelli. Munaði þar mestu um frábæra frammistöðu bakvarðanna Monta Ellis og Baron Davis hjá heimamönnum, en Ellis skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst og Davis skoraði 27 stig og hirti 7 fráköst. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og varði 6 skot hjá Indiana, Danny Granger skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst og Mike Dunleavy skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Loks vann LA Lakers nauman heimasigur á Memphis Grizzlies 100-99 þar sem Lakers liðið varð fyrir áfalli þegar miðherjinn Andrew Bynum þurfti að fara af velli meiddur á hné og ljóst að hann missir af næstu leikjum liðsins. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig annan leikinn í röð en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 10 stig. Mike Miller var stigahæstur hjá Memphis með 27 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig, hirti 18 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira