Að minnsta kosti þrír létu lífið og fjölmargir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bandaríska sendiráðsbifreið í Beirut, höfuðborg Líbanons í dag.
Samkvæmt þeim fréttum sem þegar hafa borist fórst enginn Bandaríkjamaður í árásinni, en farþegi í sendiráðsbílnum er sagður hafa særst.
Svo virðist sem bílsprengja hafi verið sprengd þegar sendiráðsbifreiðin ók framhjá.
Sprengjutilræði eru tíð í Beirut og voru þau um 30 á síðasta ári. Þeim hefur einkum verið beint gegn fólki sem er andvígt miklum áhrifum Sýrlendinga í Líbanon.