Miami Heat lauk fimmtán leikja taphrinu sinni með því að vinna sinn fyrsta leik í rúman mánuð í NBA-deildinni í nótt.
Miami vann sigur á Indiana, 98-96, en Dwyane Wade skapaði þennan sigur nánast einn síns liðs.
Hann skoraði 35 stig í leiknum auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Mark Blount kom næstur með nítján stig hjá Miami.
Wade átti líka stóran þátt í því að Indiana náði ekki að jafna metin á lokasekúndum leiksins.
Leikmönnum Miami var afar létt eftir leikinn enda fyrsti sigur liðsins í síðustu sextán leikjum. Fimmtán leikja taphrina liðsins er sú lengst hjá nokkru liði á tímabilinu og sú næstlengsta í sögu félagsins.
Mike Dunleavy var stigahæstur leikmanna Indiana með 25 stig.
Úrslit annarra leikja:
Memphis Grizzlies - LA Clippers 125-120
Charlotte Bobcats - Philadelphia 76ers 96-103
San Antonio Spurs - New Orleans Hornets 78-102

