Ný Corvetta er á leiðinni sem á að keppa við evrópska ofursportbíla eins og Ferrari, Porche og Lamborghini.
Corvettan verður kynnt á bílasýningunni í Genf sem hefst 6. mars. Þetta nýja tryllitæki er grundvallað á Z06 módelinu en mikið endurbætt.
Vélin er til dæmis ný. Hún er 6,2 lítrar, V-8 og skilar litlum 620 hestöflum. Hámarkshraðinn á að vera 320 kílómetrar á klukkustund.
Þessi nýja Corvetta er kölluð módel ZR1. Búist er við að fimmtíu eintök komi á markaðinn í Evrópu síðari hluta ársins.