NBA í nótt: Shaq og Kidd töpuðu fyrsta leiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2008 09:23 Shaq á fullri ferð í nótt. Nordic Photos / Getty Images Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86. NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Shaquille O'Neal og Jason Kidd léku sína fyrstu leiki með nýju liðunum sínum en urðu báðir að sætta sig við tap. LA Lakers vann sigur á Shaq og félögum í Phoenix Suns, 130-124, þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig gegn sínum gamla félaga úr Lakers. Þá töpuðu Kidd og félagar í Dallas fyrir New Orleans, 104-93, þar sem Chris Paul fór á kostum í síðarnefnda liðinu. „Ég er í betra formi en ég bjóst við," sagði Shaq eftir leikinn. Hann skoraði fimmtán stig og tók níu fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Sem fyrr segir fór Kobe Bryant á kostum og skoraði 41 stig. Pau Gasol var einnig öflugur og skoraði 29 stig og þá bætti Lamar Odom við 22 stigum. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð og er liðið nú jafnt Phoenix í efsta sæti Kyrrahafsriðilsins. Lakers var með yfirhöndina í leiknum lengst af og var með átta stiga forystu í hálfleik, 65-57. Phoenix náði að minnka muninn í eitt stig í seinni hálfleik en Lakers náði að hrista þá af sér undir lokin. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 37 stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með 26 stig og átta stoðsendingar. Jason Kidd er kominn aftur í búning Dallas-liðsins.Nordic Photos / Getty Images Sigur New Orleans var aldrei í hættu gegn Dallas í nótt en Chris Paul var mjög nálægt því að ná þrefaldri tvennu er hann skoraði 31 stig, gaf ellefu stoðsendingar og stal níu boltum. Kidd átti í erfiðleikum með að finna félaga sína almennilega á vellinum en hann tapaði sex boltum í leiknum. Hann skoraði átta stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Golden State vann nauman sigur á Boston Celtics, 119-117, þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu leiksins þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 29 stig í leiknum en 20.711 áhorfendur voru á leiknum sem er met á körfuboltaleik í Kaliforníu. LeBron James fór á kostum er Cleveland vann Indiana, 106-97, og náði sinni annarri þrefaldri tvennu í röð. Hann skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Philadelphia vann fjörtíu stiga sigur á New York, 124-84, þar sem Willie Green skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð. Milwaukee vann Detroit, 103-98, og batt þar með enda á fjögurra leikja taphrinu liðsins. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee en þetta var annað tap Detroit eftir ellefu sigurleiki í röð. New Jersey vann sinn fyrsta leik eftir að Jason Kidd fór frá liðinu er liðið vann Chicago, 110-102, í framlengdum leik. Vince Carter var með 33 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Toronto vann Orlando, 127-110, þar sem Chris Bosh skoraði 40 stig. Þá vann Sacramento sigur á Atlanta, 119-107, og LA Clippers vann Memphis, 100-86.
NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira