Þriðja lengsta sigurganga sögunnar hjá Houston 11. mars 2008 09:42 Tracy McGrady og félagar hjá Houston eru að rita nafn sitt í sögubækur NBA NordcPhotos/GettyImages Lið Houston Rockets hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt. Liðið vann 19. leikinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á New Jersey 91-73 á heimavelli og er þetta þriðja lengsta sigurganga allra tíma í NBA. Tracy McGrady var stigahæstur í jöfnu liði Houston með 19 stig, en hann þurfti ekki að spila nema tæpa þrjá fjórðunga áður en hann fékk að hvíla sig og úrslit leiksins voru ráðin. Vince Carter skoraði mest hjá New Jersey, 13 stig. Houston jafnaði í nótt árangur Lakers liðsins frá því um aldamótin yfir þriðju lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA og vantar nú sigur gegn Atlanta á útivelli í næsta leik til að jafna næst lengstu sigurgöngu allra tíma, en það var 20 leikja sigurganga gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1970-70. Liðið á þó enn langt í land með að ná ótrúlegu meti LA Lakers frá leiktíðinni 1971-72 þegar það lið vann hvorki meira né minna en 33 leiki í röð. Cleveland lagði Portland 88-80 á heimavelli með góðum endaspretti. LeBron James náði enn einni þrennunni í vetur þegar hann skoraði 24 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en LaMarcus Aldridge skoraði 25 stig fyrir Portland. Orlando lagði Atlanta 123-112. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando og Tyrkinn Hedo Turkoglu náði þrefaldri tvennu með 23 stigum, 13 stoðsendingum og 10 fráköstum. Joe Johnson skoraði 20 af 27 stigum sínum í fyrri hálfleik fyrir Atlanta. Boston varð í nótt fyrsta liðið í NBA í vetur til að vinna 50 leiki þegar það skellti Philadelphia örugglega á útivelli 100-86. Kevin Garnett var góður í liði Boston og skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst, en Andre Miller skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem hafði verið á góðri rispu fyrir leikinn. Sam Cassell lék í nótt sinn fyrsta leik fyrir Boston eftir að hann gekk í raðir liðsins frá LA Clippers, en náði sér aldrei á strik. Miami tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá heima fyrir LA Clippers 99-98. Cuttino Mobley skoraði 29 stig fyrir Clippers en Ricky Davis var með 27 stig hjá Miami. Dallas burstaði New York á heimavelli 108-79. Dirk Nowitzki og Jason Terry skoruðu 18 stig hvor í jöfnu liði Dallas en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 14 fráköst fyrir New York. Loks hefndi San Antonio fyrir tap gegn Denver um helgina með því að vinna sigur í öðrum leik liðanna á nokkrum dögum á heimavelli í nótt 107-103. Tim Duncan var óstöðvandi hjá San Antonio með 23 stig og 18 fráköst og Manu Ginobili gaf 14 stoðsendingar. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Denver. Staðan í NBA NBA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Lið Houston Rockets hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt. Liðið vann 19. leikinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á New Jersey 91-73 á heimavelli og er þetta þriðja lengsta sigurganga allra tíma í NBA. Tracy McGrady var stigahæstur í jöfnu liði Houston með 19 stig, en hann þurfti ekki að spila nema tæpa þrjá fjórðunga áður en hann fékk að hvíla sig og úrslit leiksins voru ráðin. Vince Carter skoraði mest hjá New Jersey, 13 stig. Houston jafnaði í nótt árangur Lakers liðsins frá því um aldamótin yfir þriðju lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA og vantar nú sigur gegn Atlanta á útivelli í næsta leik til að jafna næst lengstu sigurgöngu allra tíma, en það var 20 leikja sigurganga gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1970-70. Liðið á þó enn langt í land með að ná ótrúlegu meti LA Lakers frá leiktíðinni 1971-72 þegar það lið vann hvorki meira né minna en 33 leiki í röð. Cleveland lagði Portland 88-80 á heimavelli með góðum endaspretti. LeBron James náði enn einni þrennunni í vetur þegar hann skoraði 24 stig, hirti 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Cleveland, en LaMarcus Aldridge skoraði 25 stig fyrir Portland. Orlando lagði Atlanta 123-112. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando og Tyrkinn Hedo Turkoglu náði þrefaldri tvennu með 23 stigum, 13 stoðsendingum og 10 fráköstum. Joe Johnson skoraði 20 af 27 stigum sínum í fyrri hálfleik fyrir Atlanta. Boston varð í nótt fyrsta liðið í NBA í vetur til að vinna 50 leiki þegar það skellti Philadelphia örugglega á útivelli 100-86. Kevin Garnett var góður í liði Boston og skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst, en Andre Miller skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem hafði verið á góðri rispu fyrir leikinn. Sam Cassell lék í nótt sinn fyrsta leik fyrir Boston eftir að hann gekk í raðir liðsins frá LA Clippers, en náði sér aldrei á strik. Miami tapaði enn einum leiknum þegar liðið lá heima fyrir LA Clippers 99-98. Cuttino Mobley skoraði 29 stig fyrir Clippers en Ricky Davis var með 27 stig hjá Miami. Dallas burstaði New York á heimavelli 108-79. Dirk Nowitzki og Jason Terry skoruðu 18 stig hvor í jöfnu liði Dallas en Zach Randolph skoraði 21 stig og hirti 14 fráköst fyrir New York. Loks hefndi San Antonio fyrir tap gegn Denver um helgina með því að vinna sigur í öðrum leik liðanna á nokkrum dögum á heimavelli í nótt 107-103. Tim Duncan var óstöðvandi hjá San Antonio með 23 stig og 18 fráköst og Manu Ginobili gaf 14 stoðsendingar. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Denver. Staðan í NBA
NBA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira