Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal 8. apríl 2008 11:48 Kate McCann brotnaði saman í sjónvarpsviðtali eftir að fjölskyldan sneri aftur frá Portúgal. MYND/AFP Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum. Madeleine McCann Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum.
Madeleine McCann Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira