
Sakamannasamfélagið
Þótt þrot bankakerfisins sé stærra en við höfum áður séð og líkast til mun stærra en menn gerðu sér áður í hugarlund að gæti orðið, er rétt að hafa hugfast að hér var lagaumhverfi og réttarreglur, sem reynst hafa vel hér sem annarsstaðar, til að fást við þá stöðu sem upp var komin. Hrun stærstu bankanna gaf tæplega ástæðu til í upphafi til að breyta lögunum með þeim hætti sem gert var ólíkt því sem ætla mætti af opinberri umræðu.
Setning neyðarlagaMeð setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakrísunnar voru teknar úr sambandi hefðbundnar leikreglur réttarríkisins, m.a. að leita úrlausnar dómstóla um réttarágreining. Það hefur ekki verið upplýst hvernig var staðið að samningu þessara laga en svo virðist að milliríkjadeila vegna Icesave reikninganna sé miklu leyti tilkomin vegna setningu þessara laga. Hefðu menn talið nauðsyn á breyttum lögum vegna ástandsins var nær að vanda til verksins og sú lagasetning verið gerð með hefðbundnum hætti.
Síðan er það spurning hvort að Ísland hefði ekki verið miklu trúverðugra gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna ef venjulegum úrræðum eins og greiðslustöðvun og gjaldþrotaskiptum hefði verið beitt í stað þeirrar leiðar sem farið er í neyðarlögunum. Líklegra er að erlendir kröfuhafar hefðu síður talið um mismunun að ræða við þær aðstæður og þeir jafnvel viljað koma að endurreisn bankanna til að gæta hagsmuna sinna. Öllu möguleikum í þessa átt var sennilega eytt með vanhugsuðum neyðarlögum.
Að fiska í gruggugu vatniOkkur er öllum verulega brugðið við falli bankanna og fólk leitar eðlilega skýringa á því. Fólk er reitt og við þær aðstæður segir mannkynssagan okkur að réttarríkinu er hætta búin, sérstaklega ef stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjölmennir hagsmunahópar kynda undir ásakanir um refsiverða háttsemi einstaklinga sem stjórnuðu bönkunum og jafnvel annarra sem höfðu einhvers konar eftirlitshlutverk með fjármálastarfsemi í landinu.
Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að fram fari rannsókn á orsökum á hruni bankanna og öðru í kjölfar þess. Hins vegar er afar sérkennileg krafan um að fram fari sakamálarannsókn á þessu stigi málsins þar sem enginn rökstuddur grunur er um að refsiverð brot hafi verið framin. Leiði hins vegar almenn rannsókn á orsökum hrunsins til þess að rökstuddur grunur sé um refsiverð brot einstakra manna eða einhver gögn komi fram um slíkt með öðrum hætti á að vísa málinu til viðeigandi yfirvalda til sakamálarannsóknar eins og lög gera ráð fyrir.
Það er í andrúmslofti sem þessu að upp spretta hugmyndir um breytingar á grundvallarreglum réttarfars og mannréttinda. Setja skal á fót sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka hugsanleg afbrot manna án þess að rökstuddur grunur um brot liggi fyrir. Þetta hefur oft verið kallað að fiska í gruggugu vatni. Einnig eru hugmyndir uppi um að kyrrsetja eignir eigenda, stjórnenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið tók yfir meðan verið er að athuga hvort refsiverð brot hafi verið framin. Löggjöf af þessu tagi er andstæð grunnreglum réttarríkisins. Það virðist vera að stjórnvöld í hinum vestræna heimi fari stundum á taugum og setji vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins, sem tók svo langan tíma að koma á. Hryðjuverkalög marga landa í hinum vestræna heimi eru dæmi um það og hætta er á að slíkri löggjöf verði síðan beitt í víðtækari mæli en upphaflega var hugsað samanber beitingu Breska ríkisins á þeim lögum gegn íslendingum.
Fórnum ekki grunnréttindumÞjóðfélagsgerð okkar réttarríkis er góð og hefur að mestu leyti virkað vel. Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu. Ég er ekki að gera lítið úr því tjóni sem almenningur hefur orðið fyrir og ég hef skilning á reiði fólks en við megum ekki fara á taugum og fórna því réttaröryggi sem er nauðsynlegt svo hægt sé að lifa frjálsu samfélagi. Innviðir samfélagsins og réttarríkið eru miklu meira virði en þau verðbréf sem hafa tapast að undanförnu.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar