Dramatísk endurkoma Pierce kveikti í Boston 6. júní 2008 05:02 Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira