Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í útvarpsviðtali í dag að arabisk hverfi í Jerúsalem gætu orðið hluti af höfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu.
Ísraelar líta í dag á alla Jerúsalem og hluta af Vesturbakkanum sem höfuðborg landsins.
Ehud Barak gat ekki um hvort þessi hverfi næðu yfir alla Austur-Jerúsalem.
Ísraelar hertóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu hana í ríki sitt.
Sú innlimun nýtur ekki alþjóðlegrar viðurkenningar og Palestínumenn vilja fá hana alla sem sína höfuðborg.
Í Jerúsalem eru mestu helgistaðir gyðinga, múslima og kristinna manna.