Rússar hafa fyrirskipað rannsókn á því af hverju mannað geimfar villtist mörghundruð kílómetra af leið í lendingu um síðustu helgi.
Rússneska geimferðastofnunin vísar á bug fréttum um að geimfararnir tveir hefðu verið í lífshættu.
Soyus farið kom alltof bratt inn í gufuhvolfið og lenti 480 kílómetra frá áætluðum lendingarstað.
Þegar geimför lenda á jörðinni koma þau mjög skáhallt inn í gufuhvolfið. Það er til þess að draga eins rólega og mögulegt er úr ferðinni, áður en komið er neðar þar sem loftið er þykkara.
Ef geimfar kemur of bratt eða lóðrétt inn, er hætta á að loftnúningurinn verði svo mikið að það brenni upp til agna.