Sex lönd sýna leit á Drekasvæðinu áhuga 25. febrúar 2009 00:01 Kristinn Einarsson Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká Markaðir Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká
Markaðir Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira