Framsókn mun birta yfirlit yfir styrki 11. apríl 2009 12:02 Forysta Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, liggur veikur með lungnabólgu og er það skýringin á því að ekki hefur tekist að ná í hann undanfarna daga vegna styrkja til flokksins á árinu 2006. Framsóknarflokkurinn fékk 30,3 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum árið 2006, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 80 milljónir þegar eingöngu þau fyrirtæki eru talin sem styrktu flokkinn um meira en milljón og Samfylkingin fékk um 36 milljónir þegar aðeins eru talin fyrirtæki sem styrktu hana um meira en hálfa milljón. Í tilkynningu sem Framsóknarrmenn sendu frá sér í gær sagði að yfirlit yrði ekki birt um þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006, vegna þess að hann hafi lofað fyrirtækjunum trúnaði þegar styrkirnir voru veittir. Hins vegar setti flokkurinn sig ekki á móti því að fyrirtækin sjálf upplýsi um styrki sína. Nú skömmu fyrir fréttir sagði Birkir Jón Jónsson varaformaður flokksins hins vegar að verið væri að vinna að því að þetta yfirlit yrði birt. Fulltrúar flokksins væru að setja sig í samband við forráðamenn þessara fyrirtækja, til að fá samþykki þeirra fyrir að upplýsa um styrkina, og hann byggist við að þessar upplýsingar lægju fyrir á næstu dögum. Í yfirlýsingunni frá Framsóknarflokknum frá í gær segir að hæsti styrkurinn hafi verið fimm milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Actavis, Eignarhalsfélag samvinnutrygginga, Eimskip, Exista, Glitnir, Kaupþing, Ker, Landsbankinn og Straumur Burðarás vera meðal fyrirtækja sem styrktu Framsóknarflokkinn, en þessi fyrirtæki styrktu einnig flesta ef ekki alla hina stjórnmálaflokkana. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15 Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00 Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30 Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58 Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, liggur veikur með lungnabólgu og er það skýringin á því að ekki hefur tekist að ná í hann undanfarna daga vegna styrkja til flokksins á árinu 2006. Framsóknarflokkurinn fékk 30,3 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum árið 2006, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 80 milljónir þegar eingöngu þau fyrirtæki eru talin sem styrktu flokkinn um meira en milljón og Samfylkingin fékk um 36 milljónir þegar aðeins eru talin fyrirtæki sem styrktu hana um meira en hálfa milljón. Í tilkynningu sem Framsóknarrmenn sendu frá sér í gær sagði að yfirlit yrði ekki birt um þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006, vegna þess að hann hafi lofað fyrirtækjunum trúnaði þegar styrkirnir voru veittir. Hins vegar setti flokkurinn sig ekki á móti því að fyrirtækin sjálf upplýsi um styrki sína. Nú skömmu fyrir fréttir sagði Birkir Jón Jónsson varaformaður flokksins hins vegar að verið væri að vinna að því að þetta yfirlit yrði birt. Fulltrúar flokksins væru að setja sig í samband við forráðamenn þessara fyrirtækja, til að fá samþykki þeirra fyrir að upplýsa um styrkina, og hann byggist við að þessar upplýsingar lægju fyrir á næstu dögum. Í yfirlýsingunni frá Framsóknarflokknum frá í gær segir að hæsti styrkurinn hafi verið fimm milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Actavis, Eignarhalsfélag samvinnutrygginga, Eimskip, Exista, Glitnir, Kaupþing, Ker, Landsbankinn og Straumur Burðarás vera meðal fyrirtækja sem styrktu Framsóknarflokkinn, en þessi fyrirtæki styrktu einnig flesta ef ekki alla hina stjórnmálaflokkana.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15 Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00 Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30 Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58 Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15
Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00
Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30
Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58
Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00
Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00