Nú verða orð að standa! Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. apríl 2009 00:01 Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur verið á gagnkvæmum fullyrðingum um hver niðurstaðan yrði. Aldrei hefur mátt láta á reyna. Aldrei mátt ganga úr skugga um hvað rétt sé. Bara gapað upp í vindinn. Ef öll umræða á Íslandi hefði verið á þessa bókina lærð hefði Ísland aldrei gerst aðili að neinu fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei tekið þátt í EFTA. Aldrei notið góðs af EES. Íslenska þjóðin væri enn að þræta. Enn að skiptast á gagnkvæmum fullyrðingum. Enn að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn getað tekið af skarið. Sífellt fleirum verður nú ljóst, að áframhaldandi þráseta og þvergirðingsháttur mun óhjákvæmilega kosta þjóðina annað áfall, sem hún mun ekki rísa undir. Þrætubókarlistin mun reynast Íslendingum dýrkeyptari en svo að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki hægt lengur að drepa málunum á dreif. Við getum ekki gert okkur að athlægi erlendis með heimóttarskap eins og þeim að ætla að fá alþjóðastofnanir til þess að ganga erinda okkar í mörkun peningastefnu, um að taka upp norska krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi sem gjaldmiðil. Nógu margir gera nú grín að íslensku þjóðinni svo það bætist ekki ofaná að láta líka hlægja að heimóttarskapnum. Við verðum að fá að vita kost og löst, ekki með því að halda áfram að skiptast á gagnkvæmum og innihaldslitlum fullyrðingum heldur með því að fá lagt á borðið hvaða niðurstöðum við getum náð. Af hverju má það ekki? Við hvað eru menn hræddir? Eftir fjórtán ár gapandi upp í vindinn? Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann í lok níunda áratugarins eftirminnilegan sigur á óðaverðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Alþýðuflokkurinn sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur var þeirrar stærðar, að það þurfti sterk rök fyrir því að halda ekki því samstarfi áfram eftir kosningarnar 1991. Þau sterku rök voru, að án þess að skipta um ríkisstjórn var aðild Íslands að EES í sjálfheldu og væri það enn. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið því samstarfi lokið hefði Ísland aldrei hafið samningaviðræður um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landsmenn væru þá enn að rífast um hvort leita ætti slíkra samninga eins og þeir hafa þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti að spyrjast fyrir um kjör Íslands hjá Evrópusambandinu. Þegar Samfylkingin var stofnuð kynnti hún sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Loks væri kominn flokkur, sem gæti náð þeirri stærð að geta axlað stjórnarforystu í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Annað hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn – um það stæði valið. Hvaða rök voru þá fyrir því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2007? Sömu rök og réðu valinu eftir kosningarnar 1991 – að einungis þannig gæti Samfylkingin náð sérstöku baráttumáli sínu í höfn? Evrópumálunum. Það héldum við margir. Við héldum að sátt hefði náðst milli forystumanna um að leiða það mál til lykta á kjörtímabilinu. Eða voru það meginrökin að koma bara í veg fyrir að aðrir aðrir flokkar en Samfylkingin veldust til stjórnarsetu? Tíminn virðist nú hafa svarað þeirri spurningu. Hvað annað stendur eftir? Það svar er mér ekki að skapi. Svo er um fleiri af mínum félögum. Samfylkingin stendur ekki lengur nánast ein í afstöðu til Evrópu. Hún hefur fengið liðsinni atvinnulífsins og samtaka launafólks við þá stefnu að leita eftir viðræðum við Evrópusambandið. Allir þessir aðilar gera sér ljósa grein fyrir því að það er orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að láta á það reyna strax hvaða skilmála Íslendingar geta fengið sæki þeir um aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fái svo að taka afstöðu til þeirra skilmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samfylkingin ekki situr við sinn keip, ef hún selur þetta baráttumál sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir kosningar þá er aðild sú, sem ég átti að stofnun hennar, ein mestu mistök sem ég hef gert á mínum stjórnmálaferli. Svo einfalt er það. Svo skýrt. Höfundur stóð sem formaður Alþýðuflokksins að stofnun Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur verið á gagnkvæmum fullyrðingum um hver niðurstaðan yrði. Aldrei hefur mátt láta á reyna. Aldrei mátt ganga úr skugga um hvað rétt sé. Bara gapað upp í vindinn. Ef öll umræða á Íslandi hefði verið á þessa bókina lærð hefði Ísland aldrei gerst aðili að neinu fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei tekið þátt í EFTA. Aldrei notið góðs af EES. Íslenska þjóðin væri enn að þræta. Enn að skiptast á gagnkvæmum fullyrðingum. Enn að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn getað tekið af skarið. Sífellt fleirum verður nú ljóst, að áframhaldandi þráseta og þvergirðingsháttur mun óhjákvæmilega kosta þjóðina annað áfall, sem hún mun ekki rísa undir. Þrætubókarlistin mun reynast Íslendingum dýrkeyptari en svo að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki hægt lengur að drepa málunum á dreif. Við getum ekki gert okkur að athlægi erlendis með heimóttarskap eins og þeim að ætla að fá alþjóðastofnanir til þess að ganga erinda okkar í mörkun peningastefnu, um að taka upp norska krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi sem gjaldmiðil. Nógu margir gera nú grín að íslensku þjóðinni svo það bætist ekki ofaná að láta líka hlægja að heimóttarskapnum. Við verðum að fá að vita kost og löst, ekki með því að halda áfram að skiptast á gagnkvæmum og innihaldslitlum fullyrðingum heldur með því að fá lagt á borðið hvaða niðurstöðum við getum náð. Af hverju má það ekki? Við hvað eru menn hræddir? Eftir fjórtán ár gapandi upp í vindinn? Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann í lok níunda áratugarins eftirminnilegan sigur á óðaverðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Alþýðuflokkurinn sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur var þeirrar stærðar, að það þurfti sterk rök fyrir því að halda ekki því samstarfi áfram eftir kosningarnar 1991. Þau sterku rök voru, að án þess að skipta um ríkisstjórn var aðild Íslands að EES í sjálfheldu og væri það enn. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið því samstarfi lokið hefði Ísland aldrei hafið samningaviðræður um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landsmenn væru þá enn að rífast um hvort leita ætti slíkra samninga eins og þeir hafa þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti að spyrjast fyrir um kjör Íslands hjá Evrópusambandinu. Þegar Samfylkingin var stofnuð kynnti hún sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Loks væri kominn flokkur, sem gæti náð þeirri stærð að geta axlað stjórnarforystu í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Annað hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn – um það stæði valið. Hvaða rök voru þá fyrir því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2007? Sömu rök og réðu valinu eftir kosningarnar 1991 – að einungis þannig gæti Samfylkingin náð sérstöku baráttumáli sínu í höfn? Evrópumálunum. Það héldum við margir. Við héldum að sátt hefði náðst milli forystumanna um að leiða það mál til lykta á kjörtímabilinu. Eða voru það meginrökin að koma bara í veg fyrir að aðrir aðrir flokkar en Samfylkingin veldust til stjórnarsetu? Tíminn virðist nú hafa svarað þeirri spurningu. Hvað annað stendur eftir? Það svar er mér ekki að skapi. Svo er um fleiri af mínum félögum. Samfylkingin stendur ekki lengur nánast ein í afstöðu til Evrópu. Hún hefur fengið liðsinni atvinnulífsins og samtaka launafólks við þá stefnu að leita eftir viðræðum við Evrópusambandið. Allir þessir aðilar gera sér ljósa grein fyrir því að það er orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að láta á það reyna strax hvaða skilmála Íslendingar geta fengið sæki þeir um aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fái svo að taka afstöðu til þeirra skilmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samfylkingin ekki situr við sinn keip, ef hún selur þetta baráttumál sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir kosningar þá er aðild sú, sem ég átti að stofnun hennar, ein mestu mistök sem ég hef gert á mínum stjórnmálaferli. Svo einfalt er það. Svo skýrt. Höfundur stóð sem formaður Alþýðuflokksins að stofnun Samfylkingarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun