Með flota glæsibíla í Lúxemborg 21. janúar 2009 06:00 Hátt í tíu glæsibifreiðar eyrnamerktar vildarvinum Landsbankans voru geymdar í bílageymslu á vegum útibús bankans í Lúxemborg og sá bankinn um fjármögnun þeirra að einhverju leyti. Mikil leynd hvílir yfir bílunum en Markaðurinn hefur þó heimildir frá fyrstu hendi um málið. Ekki liggur fyrir hvort bankinn keypti bílana eða tók þá á rekstrarleigu og nýtti sér skattalegt hagræði af viðskiptunum með svipuðum hætti og þegar hann tók bíla á leigu fyrir almenna starfsmenn bankans. Bílarnir í geymslunni voru ekki allir skrifaðir á bankann. Nokkrir voru geymdir þar fyrir vildarviðskiptavini, sem höfðu keypt þá í eigin reikning. Í einhverjum tilvikum áttu forsvarsmenn Landsbankans í Lúxemborg frumkvæðið að því að kaupa bílana fyrir viðskiptavini sína. Hver bíll var eyrnamerktur tilteknum viðskiptavini og var hann eini notandi hans. Þjónusta bankans fólst í því að viðskiptavinir lögðu fram eina til 1,5 milljónir evra í bankann. Bankinn keypti bíl í samræmi við óskir vildarviðskiptavinarins, sem greiddi leigu af bílnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins sá starfsmaður á vegum bankans um að aka bílunum hvert sem var á meginlandi Evrópu, allt eftir því hvar eigendur bílanna voru staddir hverju sinni og gátu þeir gengið þar að bílunum vísum. Eftir því sem næst verður komist var Ascari-akstursbrautin í nágrenni Sevilla á Spáni vinsæll áfangastaður íslenskra auðjöfra sem áttu bíla í geymslu Landsbankans. Erfitt er að áætla verðmæti bílaflotans. Þar voru meðal annars Bugatti Veyron, sem er með dýrustu bílum í heimi. Einn Bugatti kostar frá einni til 1,5 milljóna evra, jafnvirði allt að 200 milljóna íslenskra króna. - jab Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Hátt í tíu glæsibifreiðar eyrnamerktar vildarvinum Landsbankans voru geymdar í bílageymslu á vegum útibús bankans í Lúxemborg og sá bankinn um fjármögnun þeirra að einhverju leyti. Mikil leynd hvílir yfir bílunum en Markaðurinn hefur þó heimildir frá fyrstu hendi um málið. Ekki liggur fyrir hvort bankinn keypti bílana eða tók þá á rekstrarleigu og nýtti sér skattalegt hagræði af viðskiptunum með svipuðum hætti og þegar hann tók bíla á leigu fyrir almenna starfsmenn bankans. Bílarnir í geymslunni voru ekki allir skrifaðir á bankann. Nokkrir voru geymdir þar fyrir vildarviðskiptavini, sem höfðu keypt þá í eigin reikning. Í einhverjum tilvikum áttu forsvarsmenn Landsbankans í Lúxemborg frumkvæðið að því að kaupa bílana fyrir viðskiptavini sína. Hver bíll var eyrnamerktur tilteknum viðskiptavini og var hann eini notandi hans. Þjónusta bankans fólst í því að viðskiptavinir lögðu fram eina til 1,5 milljónir evra í bankann. Bankinn keypti bíl í samræmi við óskir vildarviðskiptavinarins, sem greiddi leigu af bílnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins sá starfsmaður á vegum bankans um að aka bílunum hvert sem var á meginlandi Evrópu, allt eftir því hvar eigendur bílanna voru staddir hverju sinni og gátu þeir gengið þar að bílunum vísum. Eftir því sem næst verður komist var Ascari-akstursbrautin í nágrenni Sevilla á Spáni vinsæll áfangastaður íslenskra auðjöfra sem áttu bíla í geymslu Landsbankans. Erfitt er að áætla verðmæti bílaflotans. Þar voru meðal annars Bugatti Veyron, sem er með dýrustu bílum í heimi. Einn Bugatti kostar frá einni til 1,5 milljóna evra, jafnvirði allt að 200 milljóna íslenskra króna. - jab
Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira