Stuðningsmenn Guðlaugs styðja Kristján Þór 25. mars 2009 18:30 Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum. Kosningar 2009 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum.
Kosningar 2009 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum