Körfuboltakappinn Jón Arnór Stefánsson og knattspyrnukonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hafa verið valin íþróttafólk KR.
Jón Arnór fór fyrir liði Íslandsmeistara KR í körfubolta og átti skínandi endurkomu í KR eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku um árabil. Hann er nú farinn út í atvinnumennsku aftur, en er uppalinn í KR.
Guðrún hefur spilað með meistaraflokki kvenna í knattspyrnu frá árinu 1996 og er ein leikjahæsta knattspyrnukona félagsins. Hún spilaði alla leiki KR á síðustu leiktíð þar sem liðið varð m.a. bikarmeistari.