Njarðvík kláraði Stjörnuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 21:10 Friðrik Stefánsson og félagar í Njarðvík höfðu betur gegn Stjörnunni í kvöld. Mynd/Anton Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Stjarnan náði ekki að vinna sinn fjórða leik í röð í kvöld þar sem liðið tapaði fyrir Njarðvík á útivelli, 90-76. Topplið KR vann enn einn leikinn, í þetta sinn gegn Breiðablik, og er því enn ósigrað eftir fjórtán leiki. KR vann leikinn með, 101-68. Þá vann Grindavík góðan útisigur á Tindastóli, 94-68, og er því enn fjórum stigum á eftir toppliði KR. Stjörnumenn byrjuðu betur í kvöld og voru með sex stiga forystu í hálfleik, 41-35, en Njarðvíkingar komust yfir í þriðja leikhluta og gengu frá leiknum í þeim fjórða. Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Njarðvík og Magnús Þór Gunnarsson sautján. Friðrik Stefánsson skoraði sautján stig og tók tólf fráköst. Jovan Zdravevski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse 21 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Fannar Freyr Helgason var með tólf stig og tólf fráköst. KR-ingar áttu aldrei í miklum vandræðum með Blika þó svo að Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon voru ekki með KR vegna meiðsla í kvöld. Jason Dourisseau var stigahæstur með 27 stig, Jakob Sigurðarson var með sextán og Darri Hilmarsson þrettán. Hjá Blikum var Nemanja Sovic stigahæstur með 21 stig en hann tók einnig tólf fráköst. Þorsteinn Gunnlaugsson var með fjórtán stig og fjórtán fráköst. Grindavík hafði sömuleiðis nokkra yfirburði gegn Tindastóli. Staðan í hálfleik var 46-35 og Grindvíkingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Páll Axel Vilbergsson skoraði nítján stig, Þorleifur Ólafsson sextán, Brenton Birmingham fimmtán og Nick Bradford þrettán. Hjá Tindastóli var Darrell Flake stigahæstur með sautján stig, Svavar Atli Birgisson var með fimmtán og Helgi Rafn Viggósson tólf. Tindastóll og Njarðvík eru jöfn með fjórtán stig í 5.-6. sæti en Breiðablik kemur næst með tólf og Stjarnan er með tíu stig. Dominos-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Stjarnan náði ekki að vinna sinn fjórða leik í röð í kvöld þar sem liðið tapaði fyrir Njarðvík á útivelli, 90-76. Topplið KR vann enn einn leikinn, í þetta sinn gegn Breiðablik, og er því enn ósigrað eftir fjórtán leiki. KR vann leikinn með, 101-68. Þá vann Grindavík góðan útisigur á Tindastóli, 94-68, og er því enn fjórum stigum á eftir toppliði KR. Stjörnumenn byrjuðu betur í kvöld og voru með sex stiga forystu í hálfleik, 41-35, en Njarðvíkingar komust yfir í þriðja leikhluta og gengu frá leiknum í þeim fjórða. Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Njarðvík og Magnús Þór Gunnarsson sautján. Friðrik Stefánsson skoraði sautján stig og tók tólf fráköst. Jovan Zdravevski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse 21 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Fannar Freyr Helgason var með tólf stig og tólf fráköst. KR-ingar áttu aldrei í miklum vandræðum með Blika þó svo að Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon voru ekki með KR vegna meiðsla í kvöld. Jason Dourisseau var stigahæstur með 27 stig, Jakob Sigurðarson var með sextán og Darri Hilmarsson þrettán. Hjá Blikum var Nemanja Sovic stigahæstur með 21 stig en hann tók einnig tólf fráköst. Þorsteinn Gunnlaugsson var með fjórtán stig og fjórtán fráköst. Grindavík hafði sömuleiðis nokkra yfirburði gegn Tindastóli. Staðan í hálfleik var 46-35 og Grindvíkingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Páll Axel Vilbergsson skoraði nítján stig, Þorleifur Ólafsson sextán, Brenton Birmingham fimmtán og Nick Bradford þrettán. Hjá Tindastóli var Darrell Flake stigahæstur með sautján stig, Svavar Atli Birgisson var með fimmtán og Helgi Rafn Viggósson tólf. Tindastóll og Njarðvík eru jöfn með fjórtán stig í 5.-6. sæti en Breiðablik kemur næst með tólf og Stjarnan er með tíu stig.
Dominos-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum