Segir fyrningarleið ávísun á gjaldþrot 2. apríl 2009 05:15 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Ef næsta ríkisstjórn fer þá leið sem núverandi stjórnarflokkar boða og fyrnir veiðiheimildir verða útgerðir landsins gjaldþrota á fáum árum og í kjölfarið verður nýreist bankakerfi landsins gjaldþrota. Þar með legðust skuldir sjávarútvegsins, sem Seðlabankanum reiknast til að séu um 500 milljarðar króna, á íslenskan almenning. Þetta er niðurstaða úttektar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem einnig á sæti í stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna, hefur gert. Hann segir að miðað við núverandi aðstæður verði 1,9 krónur af hverju þorskígildi eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. „Það er nú allt og sumt,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Og þarna á víst að vera gullnáman sem ýmsir stjórnmálamenn, meðal annars landsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, telja að sé til staðar í sjávarútveginum og hægt sé að ná sér í hnefa til að stoppa í fjárlagagöt og fleira.“ Hann segir enn fremur að sömu hugmyndir um fyrrningarleið hafi verið í umræðunni fyrir kosningarnar 2003. „Og þá fékk Vinnslustöðin endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til þess að meta áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var miðað við að félagið leigði af ríkinu þann kvóta sem það hefði misst vegna fyrningarinnar. Félagið stóð þá, líkt og nú, þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.“ Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar“ með hörmulegum aðgerðum,“ segir hann. „Lausnin átti einhvern tímann að felast í því að setja skuttogara í hvert pláss, loðdýrarækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem komið var, dot-com fyrirtæki og nú síðast gengu draumóramenn um í leiðslu fagnaðarerindis um Ísland sem fjármálamiðstöð veraldarinnar. Við verðum hreinlega að koma okkur á jörðina.“ Við úttektina notaði hann ársreikninga fimmtán til átján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins frá árinu 2001 til 2007 en þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62 prósentum allra aflaheimilda við landið. jse@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Ef næsta ríkisstjórn fer þá leið sem núverandi stjórnarflokkar boða og fyrnir veiðiheimildir verða útgerðir landsins gjaldþrota á fáum árum og í kjölfarið verður nýreist bankakerfi landsins gjaldþrota. Þar með legðust skuldir sjávarútvegsins, sem Seðlabankanum reiknast til að séu um 500 milljarðar króna, á íslenskan almenning. Þetta er niðurstaða úttektar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem einnig á sæti í stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna, hefur gert. Hann segir að miðað við núverandi aðstæður verði 1,9 krónur af hverju þorskígildi eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. „Það er nú allt og sumt,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Og þarna á víst að vera gullnáman sem ýmsir stjórnmálamenn, meðal annars landsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, telja að sé til staðar í sjávarútveginum og hægt sé að ná sér í hnefa til að stoppa í fjárlagagöt og fleira.“ Hann segir enn fremur að sömu hugmyndir um fyrrningarleið hafi verið í umræðunni fyrir kosningarnar 2003. „Og þá fékk Vinnslustöðin endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til þess að meta áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var miðað við að félagið leigði af ríkinu þann kvóta sem það hefði misst vegna fyrningarinnar. Félagið stóð þá, líkt og nú, þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.“ Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar“ með hörmulegum aðgerðum,“ segir hann. „Lausnin átti einhvern tímann að felast í því að setja skuttogara í hvert pláss, loðdýrarækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem komið var, dot-com fyrirtæki og nú síðast gengu draumóramenn um í leiðslu fagnaðarerindis um Ísland sem fjármálamiðstöð veraldarinnar. Við verðum hreinlega að koma okkur á jörðina.“ Við úttektina notaði hann ársreikninga fimmtán til átján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins frá árinu 2001 til 2007 en þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62 prósentum allra aflaheimilda við landið. jse@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira