„Ég hef ekki minnstu ástæða til þess að ætla að málið tengist REI málinu," svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurningu á opnum borgarafundi í Suðvesturkjördæmi en spurningin kom frá einum gestanna.
Styrkurinn kom stuttu áður en FL Group stofnaði orkufyrirtækið Geysir Green Energy sem síðar átti að fá eignarhlut í REI. Það var stöðvað og kostaði heila borgarstjórn völdin.
Þegar Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar var spurður út í málið á sama fundi sagðist hann setja spurningamerki við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið styrkinn á sama tíma og sala á hlut Hitaveit Suðurnesja var samþykkt. Spurður hvort hann teldi að um mútur væru að ræða, vildi Árni Páll ekki taka svo djúpt í árina.
Þegar Siv Friðleifsdóttir var spurð hvort Framsókn myndi opna bókhaldið sitt að slíkt hefði ekki verið rætt innan flokksins. Hún vildi ekki gefa afgerandi svar við því.
Bjarni sagði ennfremur spurður hvert þeir myndu skila peningunum, að hann færi til viðeigandi þrotabúa.