Níundi nóvember Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 11. nóvember 2009 06:00 Í Íslandssögunni er níundi nóvember dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í uppþoti á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götubardagar. Yfir 20 lögregluþjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu. Árið 1989 var Berlínarmúrinn brotinn niður á sama degi og alþýða manna sprangaði frjáls milli austurs og vesturs. Þessa ánægjulega atburðar hefur rækilega verið minnst síðustu vikur og mánuði í flestum fjölmiðlum. Það er hins vegar visst tómahljóð í fögnuði yfir falli Berlínarmúrsins, þegar hvergi er minnst á annan múr sem stendur og er margfalt lengri og þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn var. Það er aðskilnaðarmúrinn í Palestínu sem Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum tjón sem múrinn hefur valdið. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fer ekki eftir landamærum. Með byggingu hans eru Palestínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lokaðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst herinn inn á þessi innilokuðu svæði, drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið gengur oft enn lengra í árásum á palestínsku íbúana í skjóli hersins. Smám saman er byggðum á Vesturbakkanum breytt í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera Gaza-svæðið. Það er ekki á valdi Palestínumanna að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóðalögum. Ísland er ekki undanskilið í þeim efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öllum löndum til að brjóta ísraelsku aðskilnaðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og gert var gagnvart Suður-Afríku. Fögnum falli Berlínarmúrsins, en minnumst þess að annar múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki sem blasir við íbúum Vesturbakkans og Jerúsalem. Í vikunni frá 9.-16. nóvember mun alþjóðleg samstöðuhreyfing efna til ýmissa atburða gegn múrnum og umsátrinu um Gaza. Leggjum okkar af mörkum. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Íslandssögunni er níundi nóvember dagur Gúttóslagsins. Árið var 1932 og fimmti hver maður atvinnulaus. Lækka átti kaup um þriðjung og stéttaátök brutust út í uppþoti á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík þar sem kauplækkun var til afgreiðslu og síðar götubardagar. Yfir 20 lögregluþjónar særðust og verkamenn virtust hafa Reykjavík á valdi sínu. Árið 1989 var Berlínarmúrinn brotinn niður á sama degi og alþýða manna sprangaði frjáls milli austurs og vesturs. Þessa ánægjulega atburðar hefur rækilega verið minnst síðustu vikur og mánuði í flestum fjölmiðlum. Það er hins vegar visst tómahljóð í fögnuði yfir falli Berlínarmúrsins, þegar hvergi er minnst á annan múr sem stendur og er margfalt lengri og þrisvar sinnum hærri en Berlínarmúrinn var. Það er aðskilnaðarmúrinn í Palestínu sem Ísraelsstjórn heldur áfram að lengja og stækka, þrátt fyrir úrskurð alþjóðadómstólsins í Haag í júlí 2004. Þá var múrinn dæmdur ólögmætur, Ísraelsstjórn gert að rífa hann og bæta Palestínumönnum tjón sem múrinn hefur valdið. Aðskilnaðarmúrinn er reistur á landi Palestínumanna en fer ekki eftir landamærum. Með byggingu hans eru Palestínumenn lokaðir inni, lokaðir hver frá öðrum, lokaðir frá sínu ræktarlandi, lokaðir frá ættingjum og vinum, lokaðir frá sjúkrahúsum og skólum. Síðan ræðst herinn inn á þessi innilokuðu svæði, drepur fólk og fangelsar. Landtökuliðið gengur oft enn lengra í árásum á palestínsku íbúana í skjóli hersins. Smám saman er byggðum á Vesturbakkanum breytt í útrýmingarbúðir eins og búið er að gera Gaza-svæðið. Það er ekki á valdi Palestínumanna að rífa múrinn. Það hvílir á hverri einustu aðildarþjóð Sameinuðu þjóðanna að knýja á Ísraelsstjórn að fara að alþjóðalögum. Ísland er ekki undanskilið í þeim efnum. Það þarf sameiginlegt átak í öllum löndum til að brjóta ísraelsku aðskilnaðarstefnuna á bak aftur, rétt eins og gert var gagnvart Suður-Afríku. Fögnum falli Berlínarmúrsins, en minnumst þess að annar múr, ekki síður óhugnanlegur, er veruleiki sem blasir við íbúum Vesturbakkans og Jerúsalem. Í vikunni frá 9.-16. nóvember mun alþjóðleg samstöðuhreyfing efna til ýmissa atburða gegn múrnum og umsátrinu um Gaza. Leggjum okkar af mörkum. Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar