Denver vann 58 stiga sigur í New Orleans og jafnaði NBA-metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 09:15 Chauncey Billups og aðrir lykilmenn Denver gátu slappað af á bekknum. Mynd/GettyImages Það stefnir í jafnt og spennandi einvígi á milli Atlanta Hawks og Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en sama verður ekki sagt um einvígi Denver Nuggets og New Orleans Hornets þar sem Denver komst í 3-1 eftir 58 stiga sigur á útivelli. Denver Nuggets jafnaði NBA-metið í úrslitakeppni með því að vinna 58 stiga sigur á New Orleans Hornets, 121-63, og það á þeirra eigin heimavelli. Þetta var stærsti sigurinn í úrslitakeppni síðan að Minneapolis Lakers vann St. Louis Hawks einnig með 58 stigum, 133-75, árið 1956. Höllin í New Orleans var að mestu orðin tóm við lok þriðja leikhluta þegar Denver var komið í 89-50. Carmelo Anthony lék aðeins fyrstu þrjá leikhlutann en var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Chauncey Billups bætti við 17 stigum og 8 stoðsendingum. Chris Paul var aðeins með 4 stig og 6 stoðsendingar en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar minna en 14 stig í leik með New Orleans í úrslitakeppninni. „Ég er nokkuð viss um að Chris Paul er ekki 100 prósent," sagði George Karl, þjálfari Denver. David West skoraði 14 stig og James Posey var með 12 stig hjá New Orleans. „Mitt lið hefur aldrei spilað aðra eins vörn. Þegar þú spilaði svona vel varnarlega þá kemur bara sóknin af sjálfu sér," sagði George Karl eftir leikinn. New Orleans hitt aðeins úr 17 af 54 skotum (31,5 prósent) og Denver breytti 27 töpuðum boltum liðsins í 41 stig. LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að fá að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir að Atlanta Hawks jafnaði einvígið á móti Miami Heat en staðan er nú 2-2. Zaza Pachulia, sem hingað til lands með landsliði Georgíu, var með 12 stig og 18 fráköst í 81-71 sigri Atlanta Hawks á Miami Heat en leikurinn fór fram í Miami. Mike Bibby bætti við 15 stigum, Joe Johnson skoraði 14 stig og Josh Smith var með 13 stig. Dwyane Wade fann sig ekki nótt þrátt fyrir að hafa skorað 22 stig og hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum. Það var augljóst að bakmeiðslin hrjáðu hann sem geta verið mjög slæmar fréttir fyrir Miami-liðið. Þetta var fyrstu útisigur Atlanta í úrslitakeppni í nærri því tólf ár en liði var búið að tapa 13 útileikjum í röð í úrslitakeppni fyrir leikinn í nótt. Næsti leikur liðanna verður í Atlanta aðfaranótt fimmtudags. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Það stefnir í jafnt og spennandi einvígi á milli Atlanta Hawks og Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en sama verður ekki sagt um einvígi Denver Nuggets og New Orleans Hornets þar sem Denver komst í 3-1 eftir 58 stiga sigur á útivelli. Denver Nuggets jafnaði NBA-metið í úrslitakeppni með því að vinna 58 stiga sigur á New Orleans Hornets, 121-63, og það á þeirra eigin heimavelli. Þetta var stærsti sigurinn í úrslitakeppni síðan að Minneapolis Lakers vann St. Louis Hawks einnig með 58 stigum, 133-75, árið 1956. Höllin í New Orleans var að mestu orðin tóm við lok þriðja leikhluta þegar Denver var komið í 89-50. Carmelo Anthony lék aðeins fyrstu þrjá leikhlutann en var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Chauncey Billups bætti við 17 stigum og 8 stoðsendingum. Chris Paul var aðeins með 4 stig og 6 stoðsendingar en þetta var í fyrsta sinn sem hann skorar minna en 14 stig í leik með New Orleans í úrslitakeppninni. „Ég er nokkuð viss um að Chris Paul er ekki 100 prósent," sagði George Karl, þjálfari Denver. David West skoraði 14 stig og James Posey var með 12 stig hjá New Orleans. „Mitt lið hefur aldrei spilað aðra eins vörn. Þegar þú spilaði svona vel varnarlega þá kemur bara sóknin af sjálfu sér," sagði George Karl eftir leikinn. New Orleans hitt aðeins úr 17 af 54 skotum (31,5 prósent) og Denver breytti 27 töpuðum boltum liðsins í 41 stig. LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að fá að vita hverjum þeir mæta í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir að Atlanta Hawks jafnaði einvígið á móti Miami Heat en staðan er nú 2-2. Zaza Pachulia, sem hingað til lands með landsliði Georgíu, var með 12 stig og 18 fráköst í 81-71 sigri Atlanta Hawks á Miami Heat en leikurinn fór fram í Miami. Mike Bibby bætti við 15 stigum, Joe Johnson skoraði 14 stig og Josh Smith var með 13 stig. Dwyane Wade fann sig ekki nótt þrátt fyrir að hafa skorað 22 stig og hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum. Það var augljóst að bakmeiðslin hrjáðu hann sem geta verið mjög slæmar fréttir fyrir Miami-liðið. Þetta var fyrstu útisigur Atlanta í úrslitakeppni í nærri því tólf ár en liði var búið að tapa 13 útileikjum í röð í úrslitakeppni fyrir leikinn í nótt. Næsti leikur liðanna verður í Atlanta aðfaranótt fimmtudags.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira