Þegar miklir hitar eru í Afríku elska fílar að kæla sig í vatnsbólum. Í Fíladelfíu í Bandaríkjunum er hinsvegar lítið um opin vatnsból.
Fíllinn á meðfylgjandi mynd tilheyrir sirkus Ringling bræðra sem einmitt er í heimsókn í Fíladelfíu.
Hann varð afskaplega ánægður og þakklátur þegar Eforrest Allmond slökkviliðsmaður aumkaði sig yfir hann og kældi hann niður með brunaslöngunni sinni.
AAAAAHHHHHHHHH
Óli Tynes skrifar
