Gísli Íslandsmeistari í lyftingum 20. apríl 2009 08:30 Gísli Kristjánsson, til vinstri, og Erlendur Helgi Jóhannesson. Gísli Kristjánsson varð um helgina Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum þar sem hann hlaut flest stig allra keppenda á Íslandsmótinu sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Alls mættu sjö keppendur til leiks og kepptu í fjórum þyngdarflokkum.69 kg flokkur Í 69 kg flokki keppti Aron Sigurþórsson, Ármanni. Hann snaraði 58 kg í annarri tilraun en mistókst naumlega við 65 kg í þriðju tilraun, sem hefði verið Íslandsmet unglinga. Aron jafnhattaði síðan 70 kg í fyrstu tilraun, 76 kg í annarri tilraun og mistókst aftur naumlega með 81 kg í jafnhöttun í þriðju tilraun, sem einnig hefði verið Íslandsmet. Það er ljóst að Aron mun fella þessi Íslandsmet innan skamms. Aron er Íslandsmeistari í 69 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Erlendur Helgi Jóhannesson.85 kg flokkur Erlendur Helgi Jóhannesson keppti í 85 kg flokki. Í fyrstu tilraun í snörun lyfti hann 92 kg, sem er Íslandsmet unglinga. Í annarri tilraun snaraði hann 96 kg og bætti þar með eigið met. Í þriðju tilraun mistókst honum naumlega að snara 100 kg. Þegar kom að jafnhendingu hóf Erlendur keppni á 113 kg og lyfti þvi auðveldlega. Sú lyfta var tvöfalt Íslandsmet unglinga því hún gaf met bæði í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. En Erlendur bætti um betur í næstu tveimur lyftum þar sem hann jafnhattaði fyrst 118 kg og síðan 121 kg. Báðar þessar lyftur voru tvöföld Íslandsmet og má segja að Erlendur hafi samtals sett átta unglingamet á mótinu. Eftir stendur þá að Erlendur á öll þrjú unglingametin í 85 kg flokki, í snörun, í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. Erlendur er Íslandsmeistari í 85 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Keppendur á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum. Frá vinstri eru Víkingur, Aron, Fróði, Ægir, Ásgeir, Gísli og Erlendur.94 kg flokkur Í 94 kg flokki voru þrír keppendur, Fróði Kristjánsson, Ármanni, Ægir Valsson, Ármanni, og Víkingur Eyjólfsson, Ármanni. Fróði snaraði 67 kg í annarri tilraun og 71 kg í þriðju tilraun. Hann jafnhattaði 92 kg í fyrstu, 97 kg í annarri og 100 kg í þriðju tilraun. Ægir snaraði 70 kg í fyrstu tilraun og 75 kg í annarri en mistókst með 80 kg í þriðju. Ægir átti í erfiðleikum í snöruninni vegna smávægilegra meiðsla en bætti um betur í jafnhöttuninni. Fyrsta jafnhöttunin var 112 kg og var það vandalaus lyfta. Önnur tilraun með 118 kg mistókst, en það hefði verið Íslandsmet unglinga. En Ægir var ekki af baki dottinn því hann óskaði þess að stöngin yrði þyngd í 120 kg, sem er enn meiri bæting á unglingametinu. Hann lyfti þeirri þyngd vandræðalaust og bætti þar með unglingametið um þrjú kg. Víkingur hóf keppni í snörun á 105 kg og tók þá lyftu nokkuð léttilega. Honum mistókst síðan við 110 kg í annarri og þriðju tilraun. Í jafnhöttun tók Víkingur 125 kg í fyrstu tilraun en mistókst síðan tvisvar við 130 kg. Víkingur er Íslandsmeistari í 94kg flokki í ólympískum lyftingum 2009, Ægir varð í öðru sæti og Fróði í þriðja. Ásgeir Bjarnason.+105 kg flokkur Í +105 kg flokki voru tveir keppendur, Ásgeir Bjarnason, FH og Gísli Kristjánsson, Ármanni. Ásgeir byrjaði fremur illa á því að mistakast tvisvar að snara 120 kg og var þar með kominn í stóra hættu með að falla úr keppni með því að mistakast í öllum þremur tilraunum í snörun. En í stað þess bað hann um að þyngdin á stönginni yrði aukin í 123 kg og lyfti þeirri þyngd léttilega. Ásgeir jafnhattaði síðan 140 kg, 146 kg og loks 151 kg, sem er persónulegt met fyrir Ásgeir. Gísli Kristjánsson var stjarna mótsins meðal fullorðinna. Hann snaraði fyrst 130 kg, síðan 135 kg og loks 140 kg. Allt voru þetta gullfallegar lyftur, enda er Gísli þekktur fyrir fagra snörun. Gísli jafnhattaði síðan fyrst 155 kg, síðan 160 kg og loks 165 kg. Gísli missti því ekki eina einustu lyftu á mótinu. Gísli Kristjánsson.Gísli er Íslandsmeistari í +105kg flokki í ólympískum lyftingum 2009 og Ásgeir varð í öðru sæti. Gísli sigraði örugglega í stigakeppni mótsins, fékk 324 Sinclair stig, þar sem keppendur eru bornir saman með tilliti til bæði líkamsþyngdar og samanlagðs árangurs. Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira
Gísli Kristjánsson varð um helgina Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum þar sem hann hlaut flest stig allra keppenda á Íslandsmótinu sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Alls mættu sjö keppendur til leiks og kepptu í fjórum þyngdarflokkum.69 kg flokkur Í 69 kg flokki keppti Aron Sigurþórsson, Ármanni. Hann snaraði 58 kg í annarri tilraun en mistókst naumlega við 65 kg í þriðju tilraun, sem hefði verið Íslandsmet unglinga. Aron jafnhattaði síðan 70 kg í fyrstu tilraun, 76 kg í annarri tilraun og mistókst aftur naumlega með 81 kg í jafnhöttun í þriðju tilraun, sem einnig hefði verið Íslandsmet. Það er ljóst að Aron mun fella þessi Íslandsmet innan skamms. Aron er Íslandsmeistari í 69 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Erlendur Helgi Jóhannesson.85 kg flokkur Erlendur Helgi Jóhannesson keppti í 85 kg flokki. Í fyrstu tilraun í snörun lyfti hann 92 kg, sem er Íslandsmet unglinga. Í annarri tilraun snaraði hann 96 kg og bætti þar með eigið met. Í þriðju tilraun mistókst honum naumlega að snara 100 kg. Þegar kom að jafnhendingu hóf Erlendur keppni á 113 kg og lyfti þvi auðveldlega. Sú lyfta var tvöfalt Íslandsmet unglinga því hún gaf met bæði í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. En Erlendur bætti um betur í næstu tveimur lyftum þar sem hann jafnhattaði fyrst 118 kg og síðan 121 kg. Báðar þessar lyftur voru tvöföld Íslandsmet og má segja að Erlendur hafi samtals sett átta unglingamet á mótinu. Eftir stendur þá að Erlendur á öll þrjú unglingametin í 85 kg flokki, í snörun, í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. Erlendur er Íslandsmeistari í 85 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Keppendur á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum. Frá vinstri eru Víkingur, Aron, Fróði, Ægir, Ásgeir, Gísli og Erlendur.94 kg flokkur Í 94 kg flokki voru þrír keppendur, Fróði Kristjánsson, Ármanni, Ægir Valsson, Ármanni, og Víkingur Eyjólfsson, Ármanni. Fróði snaraði 67 kg í annarri tilraun og 71 kg í þriðju tilraun. Hann jafnhattaði 92 kg í fyrstu, 97 kg í annarri og 100 kg í þriðju tilraun. Ægir snaraði 70 kg í fyrstu tilraun og 75 kg í annarri en mistókst með 80 kg í þriðju. Ægir átti í erfiðleikum í snöruninni vegna smávægilegra meiðsla en bætti um betur í jafnhöttuninni. Fyrsta jafnhöttunin var 112 kg og var það vandalaus lyfta. Önnur tilraun með 118 kg mistókst, en það hefði verið Íslandsmet unglinga. En Ægir var ekki af baki dottinn því hann óskaði þess að stöngin yrði þyngd í 120 kg, sem er enn meiri bæting á unglingametinu. Hann lyfti þeirri þyngd vandræðalaust og bætti þar með unglingametið um þrjú kg. Víkingur hóf keppni í snörun á 105 kg og tók þá lyftu nokkuð léttilega. Honum mistókst síðan við 110 kg í annarri og þriðju tilraun. Í jafnhöttun tók Víkingur 125 kg í fyrstu tilraun en mistókst síðan tvisvar við 130 kg. Víkingur er Íslandsmeistari í 94kg flokki í ólympískum lyftingum 2009, Ægir varð í öðru sæti og Fróði í þriðja. Ásgeir Bjarnason.+105 kg flokkur Í +105 kg flokki voru tveir keppendur, Ásgeir Bjarnason, FH og Gísli Kristjánsson, Ármanni. Ásgeir byrjaði fremur illa á því að mistakast tvisvar að snara 120 kg og var þar með kominn í stóra hættu með að falla úr keppni með því að mistakast í öllum þremur tilraunum í snörun. En í stað þess bað hann um að þyngdin á stönginni yrði aukin í 123 kg og lyfti þeirri þyngd léttilega. Ásgeir jafnhattaði síðan 140 kg, 146 kg og loks 151 kg, sem er persónulegt met fyrir Ásgeir. Gísli Kristjánsson var stjarna mótsins meðal fullorðinna. Hann snaraði fyrst 130 kg, síðan 135 kg og loks 140 kg. Allt voru þetta gullfallegar lyftur, enda er Gísli þekktur fyrir fagra snörun. Gísli jafnhattaði síðan fyrst 155 kg, síðan 160 kg og loks 165 kg. Gísli missti því ekki eina einustu lyftu á mótinu. Gísli Kristjánsson.Gísli er Íslandsmeistari í +105kg flokki í ólympískum lyftingum 2009 og Ásgeir varð í öðru sæti. Gísli sigraði örugglega í stigakeppni mótsins, fékk 324 Sinclair stig, þar sem keppendur eru bornir saman með tilliti til bæði líkamsþyngdar og samanlagðs árangurs.
Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira