Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish var í gær rekinn frá Grindavík en hefur nú gengið til liðs við Tindastól. Bæði lið leika í Iceland Express deild karla.
Bin Daanish hefur ekki þótt standa undir væntingum í liði Grindavíkur en hann átti til að mynda ekki góðan dag þegar að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli á föstudagskvöldið.
Fram kemur á vef Grindvíkinga að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort nýr Bandaríkjamaður verður fenginn í hans stað. Á vef Tindastóls er haft eftir Karli Jónassyni þjálfara að miklar vonir eru bundnar við Bin Daanish.