KK með endurvöktum Sextett 11. febrúar 2009 05:30 Í alltof langri pásu. Sextett Ólafs Gauks með Svanhildi og KK snýr aftur á föstudaginn. Stórviðburður í íslensku poppi á sér stað í Fríkirkjunni á föstudagskvöldið þegar Sextett Ólafs Gauks kemur saman á ný. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. „Við erum búin að vera í alltof langri pásu," segir Svanhildur Jakobsdóttir. Auk hennar eru Ólafur Gaukur og Karl Möller upprunalegir meðlimir í endurvakta bandinu, en lögin eru þau sömu, ógleymanlegir poppsmellir eins og „Segðu ekki nei", „Þú ert minn súkkulaðiís" og „Undarlegt með unga menn", sem Rúnar Gunnarsson söng. Hann féll frá árið 1972 en KK kemur í staðinn. „Ólafur Gaukur hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka eitt gigg með Sextettinum. Auðvitað sagði ég já og þurfti ekki einu sinni að gá í bókina. Ég hefði slaufað flestu fyrir þetta," segir KK sem segir mikla upphefð í að syngja með Sextettinum. „Maður er svo orðinn svo vanur þessari músík að maður pælir ekkert í henni. Svo þegar maður kryfur hana er það bara vá! Það er svo mikið að ske. Ólafur Gaukur útsetti fyrir ýmsa fleiri og maður heyrir strax ef hann var að verki." Hæst reis frægðarsól Sextettsins þegar Ríkissjónvarpið sýndi þættina Hér gala Gaukar, sem gerðu Svanhildi og Rúnar landsþekkt á árunum 1968-69. „Það var verið að spara svo mikið að það var tekið yfir alla þættina nema einn," segir Svanhildur. „Þar fóru heimildir forgörðum." - drg Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Stórviðburður í íslensku poppi á sér stað í Fríkirkjunni á föstudagskvöldið þegar Sextett Ólafs Gauks kemur saman á ný. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. „Við erum búin að vera í alltof langri pásu," segir Svanhildur Jakobsdóttir. Auk hennar eru Ólafur Gaukur og Karl Möller upprunalegir meðlimir í endurvakta bandinu, en lögin eru þau sömu, ógleymanlegir poppsmellir eins og „Segðu ekki nei", „Þú ert minn súkkulaðiís" og „Undarlegt með unga menn", sem Rúnar Gunnarsson söng. Hann féll frá árið 1972 en KK kemur í staðinn. „Ólafur Gaukur hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka eitt gigg með Sextettinum. Auðvitað sagði ég já og þurfti ekki einu sinni að gá í bókina. Ég hefði slaufað flestu fyrir þetta," segir KK sem segir mikla upphefð í að syngja með Sextettinum. „Maður er svo orðinn svo vanur þessari músík að maður pælir ekkert í henni. Svo þegar maður kryfur hana er það bara vá! Það er svo mikið að ske. Ólafur Gaukur útsetti fyrir ýmsa fleiri og maður heyrir strax ef hann var að verki." Hæst reis frægðarsól Sextettsins þegar Ríkissjónvarpið sýndi þættina Hér gala Gaukar, sem gerðu Svanhildi og Rúnar landsþekkt á árunum 1968-69. „Það var verið að spara svo mikið að það var tekið yfir alla þættina nema einn," segir Svanhildur. „Þar fóru heimildir forgörðum." - drg
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“