Fannar: Ungu pungarnir eru að spila eins og englar 18. október 2009 22:12 Fannar Ólafsson átti fínan leik með KR í kvöld, skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst Mynd/Vilhelm "Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð stíft spilaður og bæði lið grimm í vörninni. Þetta gerði það að verkum að lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum nema ef til vill á stuttum kafla í síðari hálfleiknum. "Við ætlum að koma vörninni á þann stall að við séum að halda liðum undir 70 stigum og frákasta vel. Við erum að leita meira inn í teiginn en áður og erum fyrir vikið ekki að skora eins mikið fyrir utan. Það er bara október og aðalatriðið er að verja heimavöllinn og vinna okkur hægt og rólega á þann stað sem við viljum vera. Það er líka að gerast," sagði Fannar og hrósaði ungu strákunum í liðinu. "Strákar eins og Brynjar og Darri og Finnur eru bara ungir pungar sem eru að spila eins og englar og það á eftir að skila sér þegar á líður," sagði fyrirliðinn. Vísir náði einmitt tali af Finni Magnússyni eftir leikinn en hann er nýkominn í raðir KR-inga eftir nokkur ár í skóla í Bandaríkjunum. Þessi hávaxni leikmaður átti sinn þátt í yfirburðum KR í fráköstunum í kvöld og hirti sjö stykki sjálfur. "Það er mjög gott að vera kominn heim aftur. Það er miklu meiri stemming hérna. Nú þarf ég ekki að dekka einhverja litla leikmenn sem geta hoppað yfir mig, heldur fæ að henda mönnum til undir körfunni í baráttunni þar," sagði Finnur brosandi. Stigaskorarar í leik KR og ÍR í kvöld: Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
"Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð stíft spilaður og bæði lið grimm í vörninni. Þetta gerði það að verkum að lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum nema ef til vill á stuttum kafla í síðari hálfleiknum. "Við ætlum að koma vörninni á þann stall að við séum að halda liðum undir 70 stigum og frákasta vel. Við erum að leita meira inn í teiginn en áður og erum fyrir vikið ekki að skora eins mikið fyrir utan. Það er bara október og aðalatriðið er að verja heimavöllinn og vinna okkur hægt og rólega á þann stað sem við viljum vera. Það er líka að gerast," sagði Fannar og hrósaði ungu strákunum í liðinu. "Strákar eins og Brynjar og Darri og Finnur eru bara ungir pungar sem eru að spila eins og englar og það á eftir að skila sér þegar á líður," sagði fyrirliðinn. Vísir náði einmitt tali af Finni Magnússyni eftir leikinn en hann er nýkominn í raðir KR-inga eftir nokkur ár í skóla í Bandaríkjunum. Þessi hávaxni leikmaður átti sinn þátt í yfirburðum KR í fráköstunum í kvöld og hirti sjö stykki sjálfur. "Það er mjög gott að vera kominn heim aftur. Það er miklu meiri stemming hérna. Nú þarf ég ekki að dekka einhverja litla leikmenn sem geta hoppað yfir mig, heldur fæ að henda mönnum til undir körfunni í baráttunni þar," sagði Finnur brosandi. Stigaskorarar í leik KR og ÍR í kvöld: Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira