15. meistaratitill LA Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2009 08:59 Kobe Bryant með bikarana tvo og fjóra fingur á lofti eftir leikinn í nótt. Nordic Photos / AFP Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum. NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum. Þetta var fyrsti titill Lakers í sjö ár en síðast vann félagið titil þegar að Kobe Bryant og Shaquille O'Neal léku saman með liðinu. Saman unnu þeir þrjá titla og það eina sem Kobe hefur heyrt undanfarin sjö ár var hvort hann gæti unnið titilinn með Lakers án Shaq. Það tókst loksins í nótt. Bryant skoraði 30 stig í leiknum og samtals 32,4 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Hann var útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppninar eftir leik. „Þetta var eins og kínversk vatnspynting," sagði Bryant um áðurnefnda umræðu tengda Shaquille O'Neal. „Ég fékk hroll í hvert skiptið sem umræðan kom upp. En ég varð að takast á við þessa áskorun. Þessi umræða myndi ekki hverfa fyrr en maður gerði eitthvað í þessu." „Ég held að við, sem lið, svöruðum kallinu. Þeir skildu hvaða áskorun ég þurfti að takast á við og við tókum henni allir." Shaquille O'Neal sjálfur óskaði Kobe til hamingju á Twitter-síðunni sinni. „Til hamingju, Kobe - þú átt þetta skilið. Þú spilaðir frábærlega. Njóttu þess, maður. Njóttu þess." Phil Jackson vann sinn tíunda meistaratitill í nótt sem er met. Hann vann sex titla með Michael Jordan í Chicago og hefur nú unnið fjóra titla með Kobe í Los Angeles. Hann og Red Auerbach, fyrrum þjálfari Celtic, deildu metinu með níu meistaratitla þar til í nótt. Auerbach lést árið 2006. „Ég mun reykja vindil í kvöld til minningar um Red. Hann var frábær maður." Frábærri úrslitakeppni er því lokið þó svo að lokaúrslitin sjálf hafi óneitanlega valdið einhverjum vonbrigðum. Orlando kom á óvart með því að leggja Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar en tapaði svo 4-1 fyrir Lakers í lokaúrslitunum. Lakers byrjaði á því að vinna Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og lenti svo í sjö leikja hrinu gegn Houston sem missti Yao Ming í meiðsli í miðri rimmunni. Lakers vann svo Denver í úrslitum Vesturdeildarinnar. Orlando byrjaði betur í leiknum í nótt en Lakers náði forystunni undir lok annars leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það. Lamar Odom skoraði sautján stig fyrir Lakers og tók tíu fráköst. Trevor Ariza var með fimmtán stig og Pau Gasol fjórtán stig og fimmtán fráksöt. Derek Fisher var með þrettán stig. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando og tók tíu fráköst. Dwight Howard var með ellefu stig og tíu fráköst en þrír leikmenn, Hedo Turkoglu, Courtney Lee og Rafer Alson skoruðu tólf stig hver í leiknum.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira