Kæri karlmaður Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 16. apríl 2010 06:00 Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar