Sterkara Ísland innan ESB Jón Steindór Valdimarsson skrifar 24. febrúar 2010 06:00 Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efnahagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. ÓvinafagnaðurÞessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóðerniskennd og rómantískar hugmyndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evrópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þveröfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindiÍsland er ekki stórveldi og verður aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslendingar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum forráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræðum Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vandræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahagsmála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efnahagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengissveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóðaVið munum ekkert fá á silfurfati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hagsmunum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Frá haustdögum 2008 hafa orðið sviptingar í íslensku þjóð- og efnahagslífi, meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjálfsmynd okkar beið mikinn hnekki þegar í ljós kom að innviðir velgengni okkar reyndust á mörgum sviðum feysknir. Ekki bætti úr skák að á augabragði breyttist aðdáun umheimsins á litla Íslandi í góðlátlega meðaumkun í besta falli en að öðru leyti í afskiptaleysi sem við eigum erfitt með að skilja. Efnahagslegir erfiðleikar hafa leitt til þess að í stað þess að vera fyrirmynd annarra ríkja í efnahagslegri velgengni höfum við orðið að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eigum í erfiðum samskiptum við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Okkur þykir sem bandamenn okkar til langs og skamms tíma hafi á ögurstundu brugðist okkur í stað þess að leggja okkur lið. ÓvinafagnaðurÞessi staða er frjór jarðvegur fyrir þá sem vilja ýta undir þjóðerniskennd og rómantískar hugmyndir. Því er haldið fram að réttast sé að Íslendingar láti Evrópu sigla sinn sjó og að okkur farnist best einum og óstuddum með fullt forræði yfir eigin málum og gjaldmiðli. Staðan sýni svart á hvítu að þegar á reyndi yrði aðild að ESB ekkert annað en óvinafagnaður þar sem Ísland mætti sín lítils gegn þjóðum sem hyggja flátt í garð Íslendinga og íslenskra hagsmuna. Að minni hyggju er þessu þveröfugt farið. Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkar máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna. Við eigum erindiÍsland er ekki stórveldi og verður aldrei. Ísland er og verður háð samskiptum og viðskipum við aðrar þjóðir. Ísland og Íslendingar hafa samt sem áður sýnt og sannað að þeir eiga fullt erindi í alþjóðlegt samstarf og geta lagt þar gott til mála og að á þá er hlustað. Engin ástæða er því til að hafa minnimáttarkennd gagnvart aðild að ESB. Þar getum við gengið stolt til leiks og lagt okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar á vettvangi fullvalda þjóða. Samvinnan leiðir oftar en ekki til betri lausna en að hver hokri í sínu horni. Aðild að ESB er ekki lausn á aðsteðjandi efnahagsvanda. Evra leysir Íslendinga ekki undan því að kunna fótum sínum forráð í stjórn efnahagsmála sinna. Þetta má glöggt læra af vandræðum Grikkja um þessar mundir. Þeirra vandi snýr hins vegar ekki að því að aðild að ESB eða evran hafi steypt þeim í vandræði. Vandi þeirra er algjörlega heimatilbúinn, sannkallað sjálfskaparvíti. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru hefur í för með sér að við verðum að temja okkur meiri aga og ábyrgð í stjórn efnahagsmála á öllum sviðum. Það verður erfitt og ef illa tekst til lendum við í vandræðum. Takist okkur hins vegar að nýta tækifærin af skynsemi er líklegt að við náum langþráðum stöðugleika í efnahagsmálum, minni verðbólgu, lægri vöxtum og áhrif gengissveiflna verði nánast úr sögunni. Þessi ávinningur er hluti af því sem fylgir aðild að ESB. Þjóð meðal þjóðaVið munum ekkert fá á silfurfati frekar en fyrri daginn þótt við göngum í ESB. Eftir sem áður verðum við að vinna hagsmunum okkar framgang af elju og þrautseigju. Með því að velja okkur réttan vettvang til að vinna á verður Ísland sterkara í samfélagi þjóðanna. Það ætti að vera keppikefli okkar allra. STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða er samfélag þeirra sem eru sammála um að vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri umræðu um aðildina. Sjá nánar á slóðinni: www.sterkaraisland.is. Höfundur er félagsmaður í Sterkara Íslandi.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun