NBA í nótt: Clippers vann Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2010 09:00 Baron Davis í baráttunni í nótt. Mynd/AP Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst. NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Það gerist ekki oft að Clippers beri sigurorð af Lakers í baráttu Los Angeles-liðanna í NBA-deildinni í körfubolta en sú varð niðurstaðan í leik liðanna í nótt. Baron Davis og Chris Kaman fóru fyrir Clippers í leiknum en Davis var með 25 stig og Kaman 21 stig og fjórtán fráköst í 102-91 sigri liðsins. Eric Gordon var með átján stig og Rasual Butler fjórtán en þetta var fyrsti sigur Clippers á grönnum sínum í tíu leikjum eða síðan í apríl árið 2007. Clippers hefur nú unnið fimm leiki í röð á heimavelli og alls sex í röð. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan í nóvember árið 2006. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til. Andrew Bynum var með fimmtán stig og fjórtán fráköst og Shannon Brown fimmtán stig. Clippers náði tvívegis fimmtán stiga forystu í þriðja leikhluta en Lakers náði að jafna metin í upphafi þess fjórða. En leikmenn Clippers gáfust ekki upp og sigu aftur fram úr á síðustu mínútum leiksins. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla en Blake Griffin hefur enn ekki leikið með Clippers vegna sinna meiðsla. Clippers átti fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá Griffin. Toronto vann Orlando, 108-103. Andrea Bargnani og Chris Bosh skoruðu átján stig hvor fyrir Toronto og Hedo Turkoglu sautján. Cleveland vann Washington, 121-98. LeBron James skoraði 23 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sjö fráköst þó svo að hann hafi aðeins spilað í þrjá leikhluta. Gilbert Arenas var í leikbanni í leiknum og lék ekki með Washington. Atlanta vann New Jersey, 119-89. Jamal Crawford fór fyrir sínum mönnum er Atlanta batt enda á fjögurra leikja taphrinu. Boston vann Miami, 112-106, í framlengdum leik. Rajon Rondo skoraði 25 stig en það var flautukarfa hans í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Boston framlengingu. New Orleans vann Oklahoma City, 97-92. David West skoraði nítján stig, Chris Paul var með fjórtán og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans sem er nú með jákvætt sigurhlutfall í fyrsta sinn á tímabilinu. Golden State vann Minnesota, 107-101. Monta Ellis var með 20 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar en Golden State hafði ekki unnið á útivelli í átta leikjum í röð þar til í nótt. San Antonio vann Detroit, 112-92, þar sem Tony Parker og Roger Mason sáu til þess að fyrrnefnda liðið hafði betur á lokasprettinum. Þetta var ellefta tap Detroit í röð. Utah Jazz vann Memphis, 117-94. CJ Miles skoraði 24 stig og Carlos Boozer 20 fyrir Utah sem vann þó svo að Deron Williams hafi verið frá vegna meiðsla. Phoenix vann Houston, 118-110. Steve Nash var með 26 stig og tólf stoðsendingar, Amare Stoudemire 25 stig og ellefu fráköst.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira