Retro Stefson flogið heim fyrir Listahátíð 4. maí 2010 15:33 Unnsteinn Manuel klikkaði ekki á því að kaupa miða á tónleikana fyrir mömmu sína. Opnunartónleikar Listahátíðar verða haldnir í Laugardagshöllinni þann 12. maí. Þar stígur á stokk heitasta númerið í heimstónlistarbransanum í dag, parið Amadou & Mariam frá Malí. Íslenska hljómsveitin Retro Stefson var valin til að hita upp en söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni verður flogið heim til landsins fyrir tónleikana. Hann verður þarna á tónleikaferð um Evrópu með hljómsveitinni FM Belfast en hlakkar mikið til tónleikanna í Laugardagshöll. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Retro Stefsson að fá að leika á sama sviði og Amadou & Mariam og leika tónlistina okkar í sjálfri Laugardagshöllinni. Margir í fjölskyldunni og vinir ætla að kíkja á tónleikana, ég er sjálfur búinn að kaupa miða fyrir mömmu," segir Unnsteinn sem heldur aftur út til að spila með FM Belfast eftir tónleikana. Retro Stefson er á mikilli siglingu þessa dagana. Sveitin spilar með FM Belfast á tónleikum og er að taka upp nýja breiðskífu. Forsmekkur hennar er lagið Mama Angola sem komið í spilun á útvarpsstöðum landsins og gefur tóninn fyrir það sem koma skal á annarri plötu sveitarinnar. Fáir afrískir tónlistarmenn njóta hylli líkt og Amadou og Mariam. Engin afrísk plata hefur selst jafn vel og Dimance a Bamako, sem þau gerðu árið 2005. Þau hafa einnig hitað upp fyrir Coldplay, Blur og Scissor Sisters, gerðu þemalag HM 2006 í Þýskalandi og koma fram á opnunartónleikum HM í Suður-Afríku í júní. Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Opnunartónleikar Listahátíðar verða haldnir í Laugardagshöllinni þann 12. maí. Þar stígur á stokk heitasta númerið í heimstónlistarbransanum í dag, parið Amadou & Mariam frá Malí. Íslenska hljómsveitin Retro Stefson var valin til að hita upp en söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni verður flogið heim til landsins fyrir tónleikana. Hann verður þarna á tónleikaferð um Evrópu með hljómsveitinni FM Belfast en hlakkar mikið til tónleikanna í Laugardagshöll. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Retro Stefsson að fá að leika á sama sviði og Amadou & Mariam og leika tónlistina okkar í sjálfri Laugardagshöllinni. Margir í fjölskyldunni og vinir ætla að kíkja á tónleikana, ég er sjálfur búinn að kaupa miða fyrir mömmu," segir Unnsteinn sem heldur aftur út til að spila með FM Belfast eftir tónleikana. Retro Stefson er á mikilli siglingu þessa dagana. Sveitin spilar með FM Belfast á tónleikum og er að taka upp nýja breiðskífu. Forsmekkur hennar er lagið Mama Angola sem komið í spilun á útvarpsstöðum landsins og gefur tóninn fyrir það sem koma skal á annarri plötu sveitarinnar. Fáir afrískir tónlistarmenn njóta hylli líkt og Amadou og Mariam. Engin afrísk plata hefur selst jafn vel og Dimance a Bamako, sem þau gerðu árið 2005. Þau hafa einnig hitað upp fyrir Coldplay, Blur og Scissor Sisters, gerðu þemalag HM 2006 í Þýskalandi og koma fram á opnunartónleikum HM í Suður-Afríku í júní.
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira