Frakkaleikirnir fara ekki fram í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2010 14:00 Íslenska handboltalandsliðið fagnar bronsinu á EM í Austurríki. Mynd/DIENER Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti