Trommunördast í þrjá daga 29. apríl 2010 09:00 Safnar trommurum saman í æfingabúðir yfir heila helgi. Halldór Lárusson og Einar Scheving standa fyrir æfingabúðum í trommuleik í júní. Spilað verður í 8-9 tíma á dag. „Þetta er alveg kjörið ef menn vilja trommunördast út í eitt heila helgi," segir trommarinn Halldór Lárusson. Hann stendur fyrir þriggja daga námskeiði í trommuleik ásamt trommaranum Einari Scheving sem ber heitið Trommu Boot-Camp. Það verður haldið í Skálholtsskóla 25. til 27. júní. Þar verður blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik og skemmtun. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í gangi í nokkur ár erlendis. Ég rek þennan vef, Trommari.is, og þar var einhver að nefna að það væri frábært ef svona væri til á Íslandi. Þá datt okkur Einari að setja þetta í gang," segir Halldór. Hann segir námskeiðið kjörið tækifæri fyrir trommara, jafnt skemmra sem lengra komna, til að bæta frammistöðu sína. „Aðstaðan er draumi líkust. Þarna er frábær salur þar sem kennslan og æfingar fara fram. Þarna er setustofa með arni og flatskjá þar sem hægt er að hafa það gott og allur matur er inni í þessu. Þetta er rosalega flott aðstaða í ægilega fallegu umhverfi. Þetta getur ekki verið mikið betra." Spurður hvort námskeiðið muni reyna á eins og í alvöru Boot-Camp segir Halldór að ekkert verði gefið eftir. „Menn koma til með að spila 8-9 klukkustundir á dag með matarpásum. Síðan á kvöldin verða stuttir fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvökur. Þetta verður eins lengi og menn standa uppi." Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár. Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóri í síma 8930019 eða á dori@trommari.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið David Lynch er látinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Halldór Lárusson og Einar Scheving standa fyrir æfingabúðum í trommuleik í júní. Spilað verður í 8-9 tíma á dag. „Þetta er alveg kjörið ef menn vilja trommunördast út í eitt heila helgi," segir trommarinn Halldór Lárusson. Hann stendur fyrir þriggja daga námskeiði í trommuleik ásamt trommaranum Einari Scheving sem ber heitið Trommu Boot-Camp. Það verður haldið í Skálholtsskóla 25. til 27. júní. Þar verður blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik og skemmtun. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í gangi í nokkur ár erlendis. Ég rek þennan vef, Trommari.is, og þar var einhver að nefna að það væri frábært ef svona væri til á Íslandi. Þá datt okkur Einari að setja þetta í gang," segir Halldór. Hann segir námskeiðið kjörið tækifæri fyrir trommara, jafnt skemmra sem lengra komna, til að bæta frammistöðu sína. „Aðstaðan er draumi líkust. Þarna er frábær salur þar sem kennslan og æfingar fara fram. Þarna er setustofa með arni og flatskjá þar sem hægt er að hafa það gott og allur matur er inni í þessu. Þetta er rosalega flott aðstaða í ægilega fallegu umhverfi. Þetta getur ekki verið mikið betra." Spurður hvort námskeiðið muni reyna á eins og í alvöru Boot-Camp segir Halldór að ekkert verði gefið eftir. „Menn koma til með að spila 8-9 klukkustundir á dag með matarpásum. Síðan á kvöldin verða stuttir fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvökur. Þetta verður eins lengi og menn standa uppi." Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár. Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóri í síma 8930019 eða á dori@trommari.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið David Lynch er látinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira