Klárar stúdentinn á miðjum Evróputúr FM Belfast 29. apríl 2010 07:30 Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson, tekur sér frí frá Evróputúr með hljómsveitinni FM Belfast til að hita upp fyrir Amadou og Miriam á Listahátíð í Reykjavík. Fréttablaðið/vilhelm Hljómsveitin Retro Stefson mun hita upp fyrir Amadou og Miriam á opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík sem fram fara 12. maí næstkomandi. Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson, er mikill aðdáandi tónlistarfólksins frá Malí og hefur ákveðið að taka sér frí frá Evróputúr með hljómsveitinni FM Belfast til þess eins að geta komið fram á Listahátíðinni. „Ég varð að koma heim ef Retro Stefson átti að geta spilað á tónleikunum þar sem ég er söngvari hljómsveitarinnar. Ég flýg heim frá Frankfurt og svo aftur út til Parísar að tónleikunum loknum. Ég missi reyndar af einum tónleikum með FM Belfast fyrir vikið en það bjargast," segir Unnsteinn, sem flaug út til Boston í gær ásamt öðrum meðlimum FM Belfast, en tónleikaferðalagi þeirra lýkur í lok maí. „Ég kem aftur heim í lok maí og útskrifast þá úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar sem ég er úti á próftíma tek ég eitt próf í íslenska sendiráðinu í Berlín. Maður fer eftir ýmsum krókaleiðum til að láta allt ganga upp," segir hann og hlær. „Ég vona bara að flugsamgöngur standist því það er nokkuð tæpt hjá mér að fljúga þarna heim til að spila á Listahátíðinni." Unnsteinn segir tónlist malísku listamannanna mjög líflega og einnig séu þau óhrædd að bræða heimstónlist saman við aðrar tónlistarstefnur líkt og raftónlist. „Ég er mjög spenntur fyrir tónleikunum, enda erum við bræðurnir miklir aðdáendur. Ég vona einnig að fjölskylda mín og vinir kíki á tónleikana þar sem það verður eini tíminn sem ég hef til að hitta fólkið mitt í þessu stutta stoppi. Mig langar einnig að taka fram að boðskortum í útskriftarveisluna verður dreift á tónleikunum sjálfum," segir Unnsteinn og hlær. sara@frettabladid.is Menning Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson mun hita upp fyrir Amadou og Miriam á opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík sem fram fara 12. maí næstkomandi. Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson, er mikill aðdáandi tónlistarfólksins frá Malí og hefur ákveðið að taka sér frí frá Evróputúr með hljómsveitinni FM Belfast til þess eins að geta komið fram á Listahátíðinni. „Ég varð að koma heim ef Retro Stefson átti að geta spilað á tónleikunum þar sem ég er söngvari hljómsveitarinnar. Ég flýg heim frá Frankfurt og svo aftur út til Parísar að tónleikunum loknum. Ég missi reyndar af einum tónleikum með FM Belfast fyrir vikið en það bjargast," segir Unnsteinn, sem flaug út til Boston í gær ásamt öðrum meðlimum FM Belfast, en tónleikaferðalagi þeirra lýkur í lok maí. „Ég kem aftur heim í lok maí og útskrifast þá úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þar sem ég er úti á próftíma tek ég eitt próf í íslenska sendiráðinu í Berlín. Maður fer eftir ýmsum krókaleiðum til að láta allt ganga upp," segir hann og hlær. „Ég vona bara að flugsamgöngur standist því það er nokkuð tæpt hjá mér að fljúga þarna heim til að spila á Listahátíðinni." Unnsteinn segir tónlist malísku listamannanna mjög líflega og einnig séu þau óhrædd að bræða heimstónlist saman við aðrar tónlistarstefnur líkt og raftónlist. „Ég er mjög spenntur fyrir tónleikunum, enda erum við bræðurnir miklir aðdáendur. Ég vona einnig að fjölskylda mín og vinir kíki á tónleikana þar sem það verður eini tíminn sem ég hef til að hitta fólkið mitt í þessu stutta stoppi. Mig langar einnig að taka fram að boðskortum í útskriftarveisluna verður dreift á tónleikunum sjálfum," segir Unnsteinn og hlær. sara@frettabladid.is
Menning Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira