Pólitísk málaferli 12. nóvember 2010 06:00 Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Níu manneskjur eru ákærðar fyrir brot á 100. grein hegningarlaga, fyrir að hafa ráðist „á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess [væri] hætta búin“. Af fréttaflutningi, lögregluskýrslum og málatilbúnaði saksóknara er ljóst að sakborningar beittu enga ofbeldi; þeir gengu inn í þinghúsið, og einn hrópaði af þingpöllum. Þessi „atlaga“ að Alþingi er ekki einsdæmi; svipaðir atburðir hafa orðið á síðustu áratugum. Aldrei áður hafa slík mótmæli leitt til ákæru, hvað þá svona alvarlegrar. Lágmarksrefsing fyrir brot á 100. greininni er árs fangelsi, en hámark ævilangt. Umrædd grein á við mjög alvarleg brot, nefnilega valdaránstilraunir, og ljóst er að sakfelling hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf sakborninga, þótt fjarstæðukennt sé að þeir hafi ógnað „sjálfræði“ Alþingis. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir að rjúfa „friðhelgi Alþingis og starfsfrið auk þess sem öryggi Alþingis var hætta búin“. Þetta mætti afgreiða sem ýkjur, ef ekki væri annað og meira í húfi, nefnilega frelsið til mótmæla. Sú hugmynd að ríkisvaldið megi „verja“ sig með svo heiftarlegum hætti gegn hættulausum mótmælum vekur óhug. Þótt litlar líkur virðist á sakfellingu á grundvelli 100. greinarinnar þá er ákæran ógnun við tjáningarfrelsið, því hún neyðir friðsama mótmælendur til að verja sig gegn ríkisvaldi sem fer offari, og það er ólíðandi í réttarríki að fólk sé ákært á fölskum forsendum eins og hér er gert. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, er æðsti yfirmaður skrifstofu Alþingis, sem fór fram á að kært yrði fyrir brot á 100. greininni, en lögreglan, sem rannsakaði málið, hafnaði því. Samt ákvað settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, að ákæra fyrir brot á þeirri grein, og hún ber því einnig ábyrgð á þessum pólitísku ofsóknum. Þau ofsafengnu viðbrögð gegn hættulausum mótmælendum sem felast í umræddri ákæru verður að stöðva. Alþingi ætti að þvo af sér smánina með því að setja Ástu af. Lára ætti að draga ákæruna til baka. Að öðrum kosti ætti dómsmálaráðherra að frelsa Láru úr ógöngunum með því að fella niður saksóknina með vísan í 29. grein stjórnarskrárinnar. Eingöngu þannig er hægt að koma í veg fyrir að þetta verði ævarandi smánarblettur á íslensku réttarfari.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun